Skip to main content
Frétt

Útivistarhjólastólar

By 26. febrúar 2007No Comments
Söfnunarátak 365 ljósvakamiðla/Íslands í býtið/Bylgjunnar fór fram
árið 2005 í samvinnu við Íþróttasamband Fatlaðra. Markmið var að safna fyrir kaupum á útivistarhjólastólum sem staðsettir yrðu í hverjum landsfjórðungi.

Söfnunin gekk vel og með góðri samvinnu við framleiðendur í Bandaríkjunum tókst að fá til landsins alls ellefu stóla. Hjólstólarnir opna nýja möguleika fyrir hreyfihamlað fólk til útivistar. Sjá fylgiskjali með myndum frá reynsluferð á stólnum.

Tveir stólanna eru staðsettir hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Auk þess eru eftirtaldia aðilar með stóla, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyja, Ísafjarðar, Þingeyinga og Austurlands. Endurhæfingarstöðin Bjarg Akureyri, Endurhæfingarsvið Landsspítala Háskólasjúkrahúss, Grensási. Sambýli fjölfatlaðra Vesturlandi.

Enginn kostnaður er af afnotum á útivistarhjólastólunum.

Þeir sem hafa áhuga á að fá stólana til notkunar geta haft samband við ofangreinda aðila.

Nánar um útivistarhjólastóla á heimasíðu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra