Skip to main content
Frétt

Vefur Fasteignamats ríkisins hlýtur vottun um aðgengi fyrir fatlaða

By 5. maí 2006No Comments
Fasteignamat ríkisins hefur hlotið vottun Öryrkjabandalags Íslands og Sjá ehf. um að vefur stofnunarinnar, www.fmr.is, standist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn fær bæði vottun fyrir forgang 1 og 2.

Vottunin byggist á gátlista Sjá ehf., sem byggður er á alþjóðlegum stöðlum um aðgengi (WAI). Vefurinn er í vefumsjónarkerfinu LiSA.net sem Innn hf. þróar. Nú geta blindir og sjónskertir notað skjálesara og sérhönnuð lyklaborð til að skoða vefinn, lesblindir geta breytt um bakgrunnslit og hreyfihamlaðir geta vafrað án þess að nota músina. Auk þessa eru útskýringar á öllum myndum, tenglaheiti eru skýrari og stærð og tegund viðhengja er útskýrt. Vottunin er í samræmi við aðgengisstefnu og gæðastefnu Fasteignamats ríkisins þar sem lögð er áhersla á að tryggja góða og markvissa þjónustu og að uppfylla þarfir ólíkra viðskiptavina. Vefurinn er fyrsti vefur ríkisstofnunar til að hljóta slíka vottun.