Skip to main content
Frétt

Vefur Háskóla Reykjavíkur valinnaðgengilegastur

By 16. febrúar 2015No Comments

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) veittu Íslensku vefverðlaunin þann 30. janúar síðastliðinn þar á meðla í flokki um aðgengilegasta vefinn.

Íslensku vefverðlaunin eru árleg uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna framúrskarandi verkefni og hvetja þá sem starfa í vefiðnaðinum til dáða.

Í ár voru verðlaun fyrir aðgengilegasta vefinn veitt í fyrsta skipti. Vefur Háskólans í Reykjavík varð fyrir valinu. Í rökum er eftirfarandi tilgreint um vefinn.

„… nær að koma miklu magni upplýsinga til skila á tiltölulega skýran, einfaldan og aðgengilegan hátt. Hægt er að komast í alla virkni vefsíðurnar með lyklaborðinu einu saman (þ.e.a.s. án músar) Notandi sem reiðir sig á lyklaborð getur alltaf séð hvar fókusinn er staðsettur á vefsíðunni. Litavalið er gott og litamótstaðan þess eðlis að notendur geta lesið allar upplýsingar, þmt fólk með sjónskerðingu eða litskerðingu. Fyrirsagnir og kennileyti eru notuð til þess að brjóta síðuna niður í hluta og gera skjálesaranotendum auðvelt fyrir að finna þann hluta síðunar sem þeir hafa áhuga á á skilvirkan hátt.“

ÖBÍ fagnar því að hugað sé að aðgengi og óskar verðlaunahöfum til hamingju með viðurkenninguna.

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ var beðin um að veita verðlaunin í þessum flokki en sá sér ekki fært að verða við þeirri beiðni þar sem verðlaunaafhendingin var ekki í aðgengilegu  húsnæði.

Nánar um verðlaunin á heimasíðu SVEF, svef.is