Skip to main content
Frétt

Vel heppnaður kynningarfundur um nýja byggingarreglugerð.

By 13. apríl 2012No Comments
Eitt af markmiðum reglugerðarinnar er að tryggja aðgengi
fyrir alla.

Mannvirkjastofnun og Umhverfisráðuneytið í samstarfi við með ÖBÍ stóðu fyrir kynningarfundi 11. apríl síðastliðinn. Þar sem kynnt var ný byggingarreglugerð sem nýverið tók gildi. Fundurinn var ágætlega sóttur og tókst í alla staði vel. 

Ný byggingarreglugerð byggir á lögum um mannvirki sem samþykkt voru í lok árs 2010.  Eitt af markmiðum reglugerðarinnar og laganna er að tryggja aðgengi fyrir alla. Í því felst að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun á mannvirkjum á grundvelli fötlunar, skerðingar eða veikinda. Um leið er gert ráð fyrir að fatlað fólk geti komist inn og út úr mannvirkjum á öruggan hátt, líka þegar hætta steðjar að svo sem við bruna.

Fyrir áhugasama má finna nánari upplýsingar um reglugerðina á vefsíðu Mannvirkjastofnunar. Þar má jafnframt finna glærukynningu um reglugerðina ásamt upptökum af kynningarfundi sem haldinn var á Grand Hóteli í Reykjavík.