Skip to main content
Frétt

Velferðarráðherra harmar – en sjúklingar skulu greiða

By 14. maí 2012No Comments
kom fram í fréttum Stöðvar2, 12. og 13. maí 2012 um komu- og
umsýslugjöld.

Sjúklingar greiða launahækkun án afsláttar.

Deilur haf nú staðið í rúmt ár á milli sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands um kjör og í 6 mánuði hefa engar viðræður verið. Viðbótargjöld sem sérfræðilæknar taka bitna því alfarið á sjúklingum og fást ekki niðurgreidd. Bitnar það verst á þeim sem mest þurfa að leita læknishjálpar og oft búa við verri kjör.

Sjá frétt 12. maí á Stöð2   

Velferðarráðherra harmar aðgerðir sérfræðilækna.

Að sögn velferðarráðherra mun ríkið ekki hækka greiðslur til sérfræðilækna á þessu ári. Hann harmar að sérfræðingar skuli sækja sér launahækkanir í vasa sjúklinga með innheimtu komu- og umsýslugjalda og telur það þeim ekki boðlegt.

Starfshópur vinnur nú að útfærslu á tilvísunarkerfi sem stefnt er að því að taka í notkun á árinu, ekki verður þó um að ræða kerfi sambærilegt því sem eitt sinn var í gildi hérlendis og þótti ekki til bóta.

 Sjá frétt á Stöð2 13. maí