Skip to main content
Frétt

Velferðarvaktin ályktar um aðgerðir fyrir ungt fólk án atvinnu

By 4. desember 2009No Comments
Skorað er meðal annars á félags- og tryggingamálaráðherra grípa til aðgerða fyrir ungt fólk í atvinnuleit.

Þar er þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnvalda, jafnt ríkis og sveitarfélaga, að grípa til aðgerða og tryggja úrræði fyrir ungt fólk í atvinnuleit.

Velferðarvaktin vara við að ungt fólk án atvinnu sé afskiptalaust og því verði ráðgjöfum hjá Vinnumálstofnun að fjölga.

Ungmennum standi til boða einstaklingsmiðuð ráðgjöf, svokallaða „maður á mann“ ráðgjöf.

Einig hvetur Velferðarvaktin til að samstarf ríkis, sveitarfélaga og þriðja geirans verði efld.