Skip to main content
Frétt

Vér mótmælum öll

By 12. nóvember 2012No Comments
Þriðjudaginn
13. nóvember nk. kl. 16.00, verður uppákoma á vegum ÖBÍ á
Austurvelli. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að koma.

Mynd af styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Jón situr í hjólastól.

Uppákoman byrjar kl. 16.00 og verður að mestu lokið kl. 16.45. Fólk er því beðið um að mæta stundvíslega. 

Rútuferðir verða frá Sléttuvegi kl. 14.20 og frá Hátúni 10 kl. 15.00. Rútan fer svo til baka á sömu staði þegar uppákomunni lýkur.

Þeir sem vilja fá far með rútunni vinsamlegast hafið samband við Hilmar í síma 847 6551 eða á tölvupóstfangið hilmargud@simnet.is eða Önnu Guðrúnu á skrifstofu ÖBÍ í s. 530 6700 eða á tölvupóstfangið anna@obi.is.

Nauðsynlegt er að vita hvort viðkomandi er í handknúnum hjólastól eða rafmagnsstól.