Skip to main content
Frétt

Verðlaunahafar Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011

By 15. desember 2011No Comments

Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun sín í fimmta sinn, á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, eftirtaldir hlutu verðlaunin að þessu sinni:

Í flokki einstaklinga:BergÞór Grétar Böðvarsson tekur á mót verðlaunum sínum úr hendi forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar.

  • Bergþór Grétar Böðvarsson, fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. 

 

 

 

Í flokki fyrirtækja/stofnana: Fulltrúar Hestamannafélagisins Harðar taka móti Hvatningarverðlaunum sínum

  • Hestamannafélagið Hörður, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.

 

 

 

Í flokki umfjöllunar/kynningar:Umsjónarfólk sjónvarpsþáttarins, Með okkar augum, fagnar verðlaunum sínum ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.

  • Umsjónarfólk sjónvarpsáttarins „Með okkar augum“, fyrir frumkvöðlastarf í íslenskri dagskrárgerð.

Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.

Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður.

Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki, sjá lista yfir þá sem voru tilnefndir 2011 og tilnefnda fyrri ár.

Nánar um verðlaunin