Skip to main content
Frétt

Verðlaunahafar Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2012

By 4. desember 2012No Comments

Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun sín í sjötta sinn, á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, eftirtaldir hlutu verðlaunin að þessu sinni:

Í flokki einstaklinga:Jón Gnarr, borgarstjóri afhendir Inga Björk Bjarnadóttir, verðlaun í flokki einstakling

Inga Björk Bjarnadóttir, fyrir að vera öðrum fyrirmynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð.


Í flokki fyrirtækja/stofnana:Jón Gnarr borgarstjóri afhendir fulltrúa Gerplu fimleikafélags verðlaun í flokki fyrirtækja/stofnanaLára Kristín Brynjólfsdóttir tekur á móti verðlaunum í flokki umfjöllunar/kynningar frá borgarstjóra,Jóni Gnarr

Gerpla fimleikafélag, fyrir að hafa, eitt íþróttafélaga, boðið upp á fimleikaþjálfun fyrir fólk með þroskahamlanir allt frá árinu 1997.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

Lára Kristín Brynjólfsdóttir, fyrir baráttu og hugrekki við að vekja umræðu um einhverfu og auka skilning almennings og heilbrigðisyfirvalda á stöðu fullorðinna á einhverfurófi.           

Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.

Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður.


Umfjöllun fjölmiðla um verðlaunahafa:

Hlutu Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalagsins

(DV)

Átti alls ekki von á þessu  (mbl.is)