Skip to main content
Frétt

Verðlaunahafar Hvatningarverðlauna ÖBÍ

By 4. desember 2014No Comments

Arnar Helgi Lárusson, Ólafur Ólafsson og Háskóli Íslands

Á alþjóðadegi fatlaðra,3. desember, veitti Öryrkjabandalag Íslands Hvatningarverðlaun sín í áttunda sinn að þessu sinni hlutu eftirtaldir verðlaunin:

Í flokki einstaklinga:

  • Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

  • Háskóli Íslands, fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

  • Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.

Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2014 ásamt Hr. Forseta Íslands og formanni ÖBÍ