Skip to main content
Frétt

Verðskannar og aðgengi

By 10. október 2011No Comments
Ferlimálafulltrúi ÖBÍ sendi ábendingar til Neytendastofu varðandi aðgengi, sem hefur nú gert könnun á verðskönnum.

Í vor tóku gildi nýjar reglur um verðmerkingar. Helstu breytingarnar taka til þess að framleiðslufyrirtæki mega ekki lengur forverðmerkja vörur fyrir verslanir. Verslun eða fyrirtæki sem selur forpakkaðar vörur sem ekki eru í staðlaðri þyngd ber hins vegar að tilgreina einingarverð vörunnar með verðmiða eða verðskilti.  Að auki ber verslunum sem nota slíkar aðferðir til sölu að setja upp verðskanna nálægt vörunni svo að neytandinn eigi auðvelt með að sjá endanlegt verð vörunnar. 

Talsvert hefur hins vegar borið á því að neytendur hafi verið í vandræðum með að nota verðskannana. Bæði hafa þeir verið of fáir og því miður í mörgum tilfellum ekki nógu aðgengilegir. Ferlimálafulltrúi ÖBÍ hafði samband við Neytendastofu í sumar vegna þessara vandkvæða. 

Nú hefur Neytendastofa gert könnun á notkun verðskanna í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þar sem í ljós kom að víða voru vankantar á notkun verðskanna. Í kjölfarið hafa verið send bréf á matvöruverslanirnar um hvað betur megi fara. Sjá nánar á vef Neytendastofu, neytendastofa.is


Umfjöllun um notkun verðskanna sem birtist á mbl.is, þann 22. september síðastliðinn.