Skip to main content
Frétt

Verður þjónustan óbreytt?

By 25. febrúar 2010No Comments
Í gær, miðvikudaginn 24. febrúar 2010 hélt Samband íslenskra sveitarfélaga vinnufund, í samvinnu við verkefnisstjórn um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála, um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.

Samkvæmt frétt á heimasíðu SÍS voru fundarmenn nokkuð jákvæðir og vinna er komin vel á stað á sumum svæðum. Rætt var um mikilvægi þess að samningar milli ríkis og sveitarfélaga yrði lokið sem fyrst um fjárhagslegar og faglegar forsendur.

Núverandi þjónustustig og fjármögnun verði óbreytt?

Í glærum Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra SÍS kemur meðal annars fram varðandi grundvallarforsendur tilfærslunnar að:

  • núverandi þjónustustig og fjármögnun þess verði flutt óbreytt og mat lagt á biðlista
  • ekki verði settar nýjar kröfur um aukna þjónustu, s.s. með nýrri „búsetureglugerð”
  • ekki verði ráðist í kerfisbreytingar, s.s. að taka upp notendastýrða þjónustu
  • drög að stefnu ráðuneytisins í málaflokknum verði vikið til hliðar og ný stefna mótuð í samvinnu sveitarfélaga og ráðuneytis
  • ekki skapa væntingar um auka þjónustu

SIS-mat og ýmis óvissuatriði

Í glærum Sigurður H. Helgason, framkvæmdastjóri Stjórnhátta og ráðgjafi verkefnisstjórnar kemur fram að mörg óvissuatriði séu m.a. varðandi fjölda og þjónustuþörf fatlaðra í búsetuþjónustu árin 2010 og 2014. Fjölda barna með umönnunarmat árin 2010 og 2014. Þróun einingakostnaðar vegna þeirra sem eru í búsetuþjónustu og mat á hugsanlegum breytingum hans. Nýtt þjónustumat (SIS-mat) og söfnun upplýsinga um þjónustu og biðlista verði gert. 

10 mánuðir í yfirfærslu – lagafrumvörp lögð fram í mars

Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða er í mótun og gert ráð fyrir að sveitarfélögin taki við málflokknum 1. janúar 2011. Það eru því aðeins 10 mánuðir til stefnu. Í mars munu frumvarp þess efnis verða lögð fram og afgreiðsla á að vera lokið í maí. Áætlanir um framkvæmd tilfærslu eiga að vera tilbúnar í október.


Ath. Glærur og önnur gögn sem vísað er til í fréttinni var ekki hægt að nálgast á heimasíðu SIS í nóvember 2019. Ef þú þarft að nálgast gögnin er hægt að fara inn á vefsafn.is –  Gamla slóðin var http://www.samband.is/logfraedisvid/logfraedisvid/frettir/nr/1778