Skip to main content
Frétt

Verktakagreiðslur og skerðing almannatryggingabóta

By 15. janúar 2009No Comments
Dæmi hafa borist ÖBÍ, frá lífeyrisþegum, um að verktakagreiðslur skerði bætur almannatrygginga meira en sambærileg upphæð almennra launa. Við eftirgrenslan kom í ljós að svo á ekki að vera, en gæta þarf þess að skráð sé rétt inn á skattframtal viðkomandi. Svar RSK og lögfræðings TR var þetta:
  • Vegna verktakagreiðslna hjá lífeyrisþegum þarf að hafa eftirfarandi í huga við gerð skattaframtals:
  • Verktakagreiðslur eru ekki forskráðar á framtal. þar sem gert er ráð fyrir að launþegi geri rekstrarskýrslu sem er eyðublað 4.10 eða 4.11. og færi nettó niðurstöðu á tekjublaðið í reit 24.
  • Þegar niðurstaðan er færð í þennan reit ætti að vera tryggt að tekjurnar séu inn í stofni sem er til útreiknings tekna og þar af leiðandi komið inn í útreikning frítekjumarks við útreikning lífeyrisgreiðslna.

Skattstofur á landinu bjóða ráðgjöf og aðstoð við gerð skattframtals. Þeir sem eru í einhverjum vafa um hvernig slík greiðsla er færð eru hvattir til að leita sér aðstoðar þar.