Skip to main content
Frétt

Vetraríþróttir fatlaðra

By 19. mars 2008No Comments
Íþróttasamband Fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri hafa staðfest formlegt samstarf við Winter Park í Colorado vegna þróunarstarfs á sviði vetraríþrótta- og útivistar fyrir fatlaða.

Bergvin Oddsson fyrstur blindra íslendinga til að stunda skíði með aðstoð leiðsögumannsTengsl mynduðust við Winter Park í kjölfar námskeiðs árið 2006 en þá var fulltrúi Winter Park í hópi leiðbeinanda frá Challenge Aspen, sem hafa verið samstarfsaðilar IF og VMÍ undanfarin ár.

Námskeið fór fram í Hliðarfjalli helgina 8 og 9. mars síðastliðinn. 14 fatlaðir einstaklingar, börn og fullorðnir með mismunandi fötlun, sóttu námskeiðið sem haldið var á vegum ÍF, VM og Winter Park. Einn af forstöðumönnum í Winter Park, Beth Fox var aðalleiðbeinandi en aðrir leiðbeinendur voru íslenskir.

Blindir á skíði.

Í fyrsta sinn á Íslandi tók blindur maður þátt og renndi sér á skíðum í fylgd leiðsögumanns það var Bergvin Oddsson sem braut ísinn. Í kjölfarið fylgdi formaður ÖBÍ, Halldór Guðbergsson sem er sjónskertur.

Íslensk hreyfihömluð stúlka þjálfar hjá Winter Park.

Winter Park er stærsta vetrar og útivistarsvæði Bandaríkjanna og þar fer fram afreksþjálfun fatlaðra Brunað um brekkur með leiðsögumanni.skíðamanna. Þar þjálfar nú Erna Friðriksdóttir, tvítug hreyfihömluð stúlka, frá Egilsstöðum en hún hefur haft áhuga á skíðaiðkun allt frá því hún kom á fyrsta námskeiðið árið 2000. Hún hefur haft sinn eigin sleða til afnota undanfarin ár. Faðir hennar lærði á skíði til að geta fylgt henni eftir og hún hefur nú náð þeim árangri að vera fær um að æfa og keppa með sterku skíðafólki sem æfir í Winter Park.