Skip to main content
Frétt

Vextir reiknast á óumsamdar endurkröfur TR

By 4. janúar 2011No Comments
Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2010 ber að reikna vexti á kröfur vegna ofgreidda bóta. Um er að ræða 5,5% ársvexti sem fyrst reiknast á eftirstöðvar kröfu þegar 12 mánuðir eru liðnir frá stofnun hennar. Vaxtakrafan kemur því til framkvæmda nú í ársbyrjun 2011.

Ekki verða þó reiknaðir vextir ef samningur um endurgreiðslu liggur fyrir og staðið er við samninginn. Vextir reiknast því einungis hjá þeim sem eru í vanskilum. Sjá nánar á heimasíðu TR, tr.is