Skip to main content
Frétt

Viðbrögð ÖBÍ við frétt Stöðvar 2 – Tæpar 400 þúsund kr. nægja ekki fyrir framfærslunni

By 16. desember 2010No Comments
Í frétt Stöðvar 2 í gær, 15. desember 2018, kl. 18:52 er fjallað um kjör einstæðrar 3ja barna móður, sem er öryrki. Þar er mjög frjálslega farið með staðreyndir og ólíkir hlutir bornir saman. Vekur furðu að framsetning sé á þennan máta þar sem reynt er að etja saman þjóðfélagshópum og ala á úlfúð og fordómum. Í fréttinni eru tekjur öryrkjans teknar með öllum þeim greiðslum sem hægt er að fá sem einstætt foreldri, burt séð frá fötlun.
Tölulegar staðreyndir um greiðslur frá TR eru eftirfarandi:

3ja barna móðir, öryrki, einhleyp með börn á aldrinum 10-13 ára ætti rétt á eftirfarandi. (m.v. engar aðrar greiðslur, hámarksbætur, örorkumat 16 ára)       

Greiðslur TR        179.639  (örorkubætur, tekjutrygging, aldurstengd uppbót, heimilisuppbót) 
Barnalífeyrir          64.971 (óskattskyldur)    
Samtals              244.610 (heildartekjur fyrir skatt)
Skattur 37,22%    22.656    
Útborgun            221.954 

Útborgun/ráðstöfunartekjur, þetta er sú tala sem sambærileg við launatekjur almennings.

Greiðslur sem allir einstæðir foreldrar fá hvort sem um er að ræða öryrkja eða þann á almennum vinnumarkaði:
Meðlög með 3 börnum           64.971 (óskattskyld)  
Mæðralaun með 3 börnum    16.300  (skattskyld)     
Desemberuppbót                   28.142  (Ath. er hærri hjá almennum launþega fyrir 12 mán. vinnu).     

Umönnunargreiðslur eru mismunandi eftir aðstæðum, þ.e. veikindum barnsins. Þær eru eingöngu veittar þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðin umtalsverður. Greiðslur hafa ekkert með það að gera að foreldrið sé með örorkumat. Allir forsjárforeldrar sem eru með fötluð eða langveik börn eiga sama rétt.

Einnig skal bent á að einstæðir foreldra standa einir að tekjuöflun til heimilisins þó rekstrarkostnaður vegna barna sé sambærilegur og hjá hjónum.

Raunhæfur samanburður eru því greiðslur TR til einstæðu móðurinnar upp á kr. 244.610 (heildartekjur fyrir skatta)  Samkvæmt frétt Stöðvar 2 eru meðaltekjur um 334 þúsund í landinu því vantar 90 þúsund upp á að því meðaltali sé náð.

Öryrkjabandalag Íslands spyr hver tilgangur Stöðvar 2 sé með slíkum fréttaflutningi annað en að skapa úlfúð og illindi í samfélaginu.


Tengill á frétt Stöðvar2