Skip to main content
Frétt

Viðmiðunargengi við útreikning greiðslna TR

By 18. janúar 2010No Comments
Ertu með  erlendar tekjur ? Þá miðast útreikningur bóta Tryggingastofnunar á árinu 2010 við meðalgengi krónunnar eins og það var skráð samkvæmt Seðlabanka Íslands í október 2009.

Vegna óvissu í efnahagsmálum var tekin sú ákvörðun í ársbyrjun 2009 að greiðslur Tryggingastofnunar yrðu reiknaðar út frá gengi krónunnar eins og það var í janúar 2008. Um tímabundna undanþágu var að ræða frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu til að koma til móts við greiðsluþega sem voru með tekjur í öðrum gjaldmiðli. Um áramótin féll sú tímabundin undanþága niður.

Uppgjör bóta ársins 2010 verður reiknað eftir meðalgengi ársins 2009. 

Sjá gengistöflu og fréttina í heild á heimasíðu TR, tr.is