Skip to main content
Frétt

Viðtal við Ellen Calmon formann ÖBÍ

By 12. maí 2015No Comments

í Samfélaginu á Rás 1 í dag um endurskoðun laga um almannatryggingar.

Í viðtalinu fjallar Ellen m.a. um nýútkomna skýrslu ÖBÍ „Virkt samfélag“. Í skýrslunni er að finna tillögur ÖBÍ að heildstæðu kerfi starfsgetumats og framfærslu á grundvelli þess. 

Upphaf skýrslunnar má rekja til haustsins 2013 þegar Eygló Harðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra skipaði nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar. Verkefni nefndarinnar var annars vegar að fjalla um kerfi starfsgetumats sem taki við af kerfi örorkumats og sveigjanleg starfslok. Hins vegar var verkefni nefndarinnar að fjalla um fjárhæðir lífeyrisgreiðslna til aldraðra og öryrkja. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) ákvað að vera leiðandi í þessari vinnu og setti af stað vinnuhóp til að kortleggja hugmyndir um starfsgetumat. 

Einnig talar Ellen í viðtalinum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Viðtal við Ellen Calmon í Safélaginu