Skip to main content
Frétt

Vilja virkja hæfileika þeirra sem búa við skerta starfsgetu

By 5. nóvember 2014No Comments
Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp hafa ákveðið að fara af stað með samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu.  Verkefnið hefur fengið nafnið Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana.

Vinnumálastofnun ýtti í gær úr vör herferð sinni „Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana“ en tilgangur hennar er að skapa pláss fyrir þá á vinnumarkaðnum sem eru með skerta starfsgetu.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar

Með þátttöku í verkefninu geta opinberar stofnanir og sveitarfélög ráðið til sín einstaklinga með skerta starfsgetu með stuðningi frá ráðgjöfum Vinnumálatofnundar og vinnusamningi öryrkja. Með gerð slíkra samninga fá launagreiðendur endurgreiðslu að hluta af  launum og launatengdum gjöldum.  

  • Samningurinn er þríhliða  á milli atvinnurekanda, starfsmanns og Tryggingastofnunar ríkisins.
  • Hámarksendurgreiðsla af launum og launatengdum gjöldum er 75% í tvö ár  og lækkar síðan um 10% á ári þar til 25% endurgreiðslu er náð.  Þá er endurgreiðsluhlutfallið ótímabundið.
  • Ráðningarfyrirkomulag er eins og almennt gerist og er vinnusamningur öryrkja ótengdur ráðningarsamningi.
Að sögn Gissurar Péturssonar forstjóra Vinnumálastonfunar er skjólstæðingahópur Vinnumálastofnunar talsvert stór en atvinnulausir eru um tíu þúsund. „Síðan er auðvitað hópur sem fellur í þann flokk að njóta ekki atvinnuleysistrygginga en er á örorkubótum eða á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.“ Sá hópur telji um sautján þúsund manns en ekki séu allir í vinnufæru ástandi. Í þeim hópi séu þó margir sem vilji vinna þrátt fyrir að vera ekki fullfrískir. 
„Herferðin sem við erum að fara af stað með miðar að því að skapa jákvæða ímynd gagnvart því. En það reynir ekki bara á það. Við viljum fá inn störf til miðlunar.“