Skip to main content
Frétt

Vinna starfshóps liggur niðri

By 25. janúar 2012No Comments

Í framhaldi af bókun ÖBÍ inn í starfshópi um endurskoðun almannatryggingalaga.

Eins og fram hefur komið á heimasíðu ÖBÍ lögðu fulltrúa bandalagsins fram bókun þann 13. janúar á fundi starfshóps um endurskoðun almannatryggingalaga þar sem meðal annars var krafist að leiðréttingar yrðu gerða á kjörum öryrkja samkvæmt 69. gr laga um almannatryggingar, en frá 2009 hafa bætur öryrkja ekki verði hækkað samkvæmt neysluvísitölu líkt og lögin gera ráð fyri, og valdið verulegum skerðingum á hag öryrkja. Í bókuninn segir meðal annars:,  

Án leiðréttinga í þá veru er ábyrgðarlaust af hálfu ÖBÍ að taka frekari þátt í vinnu við svonefnda endurskoðun almannatryggingalaga, enda sé henni augljóslega ætlað að festa í sessi þær alvarlegu skerðingar sem stjórnvöld hafa kosið að láta öryrkja bera

Í frétt í Morgunblaðinu í dag er vitnað í Árna Gunnarsson fomann starfshópsins, þar segir, 

Í starfshópi um endurskoðun almannatryggingalaga eru fulltrúar allra þingflokka, auk fulltrúa öryrkja og eldri borgara. Formaður hópsins er Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann segir að nú standi yfir breytingar á hópnum. „Við fengum þær fréttir að í samtölum stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins hefði komið fram sú ósk að ASÍ, BSRB, Samtök atvinnulífsins, BHM og fleiri aðilar fengju aðild að hópnum. Ég hef ekki fengið vitneskju um hvernig skipun nýrra fulltrúa verður háttað og meðan svo er liggur starf hópsins niðri. En ég vona að hann taki til starfa í breyttri mynd sem allra fyrst,“ segir Árni og bætir við að með þessu verði þau átján í hópnum að fulltrúum ÖBÍ meðtöldum.“

Í frétt Morgunblaðisin er einig rætt við Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ, þar sem hún segist, „ekki bjartsýn á að hlustað verði á þessar kröfur … Við viljum að lög um almannatryggingar verði endurskoðuð en ekki eins og vinnan fer nú fram. Við höfum tekið virkan þátt í starfi nefndarinnar frá því í maí í fyrra og teljum fullreynt að ná okkar sjónarmiðum í gegn innan starfshópsins.“

Starfshópnum er gert að vinna með tillögur að breytingum á almannatryggingakerfinu með núll-lausn í huga sem þýðir tilfærslu á fjármunum milli lífeyrisþega. Útgjöld almannatrygginga eiga ekki að aukast. Með þessari núll-lausn óttumst við að verið sé að festa breytingar í sessi og skerðingarnar í leiðinni. Frá bankahruni hafa kjör öryrkja verið skert mikið og við erum hrædd um að það sé verið að fela það með því að stokka upp í kerfinu. Það lítur mjög illa út ef fjórða árið í röð á ekki að fara að lögum um almannatryggingar um hvernig bæturnar eiga að hækka.