Skip to main content
Frétt

Vinnur Tara Þöll Eurosong?

By 27. júní 2012No Comments
Hægt er að horfa á keppnina á netinu og hefst keppnin klukkan
18:30 á íslenskum tíma. 

Íslenski Eurosong hópurinn dvelur nú í menningarborginni Cork City á Írlandi þar sem hátíðin ,,Irish performing arts festival“ var sett á þriðjudag af borgarstjóra Cork City.

Tara Þöll Danielsen Imsland fulltrúi Íslands í Eurosong – European song competition undirbýr nú atriði sitt af miklum móð. Í gær miðvikudag var fyrsta æfing á sviðinu í Ráðhúsinu í Cork. Þar söng Tara Þöll með útsetningu fyrir sinfoníuhljómsveit á keppnislaginu og gekk æfingin mjög vel. Í dag verður loka æfing á sviði s.k. Dress rehersal og keppnin sjálf er í kvöld. Þar sem 13 lönd eiga sinn fulltrúa í keppninni og flytja lög sín fyrir dómnefnd. Forseti Írlands verður viðstaddur keppnina sem er öll hin veglegasta.Eurosong hópurinn2012

Hægt er að horfa á keppnina á netinu og hefst keppnin klukkan 18:30 á íslenskum tíma. 

Slóðirnar eru: www.corkcommunitytv.ie  

http://www.corkcity.ie/services/corporateandexternalaffairs/arts/communityarts/artsanddisabilitynetworkcork/ 

Á facebook er hópurinn með pistla og vídjóinnslög um ferðalagið, æfingar og keppnina sjálfa. Fréttaritarar Íslands í Cork eru Ólafur Snævar Aðalsteinsson og Gunnar Þorkell Þorgrímsson, en þeir taka jafnframt þátt í smiðjum og ráðstefnu á dagskrá hátíðarinnar. Vina síðan á facebook er Ísland-Eurosong Okkar fulltrúar.