Skip to main content
Frétt

Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana

By 5. mars 2015No Comments

Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Þroskahjálp ýttu úr vör verkefninu „Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana“ þann 4. nóvember 2014. Samstarfsverkefnið miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu.   

Lögreglustjóri tekur við origami fuglinum frá þáttastjórnendum þáttarins Með eigin augumMeð þátttöku í verkefninu geta opinberar stofnanir og sveitarfélög ráðið til sín einstaklinga með skerta starfsgetu með stuðningi frá ráðgjöfum Vinnumálatofnunar og vinnusamningi öryrkja. Með gerð slíkra samninga fá launagreiðendur endurgreiðslu að hluta af launum og launatengdum gjöldum.  

Opinberar stofnanir taka á móti merki verkefnisins

Að undanförnu hafa fulltrúar verkefnisins afhent ýmsum opinberum stofnunum og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu handbrotinn fugl úr origami pappír, þ.á.m. öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og borgarstjóra. Gripurinn er merki verkefnisins en með afhendingu gripsins hvetja Vinnumálastofnun, ÖBÍ og Þroskahjálp viðkomandi aðila til að taka þátt í að auka atvinnutækifæri fólks með skerta starfsgetu. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Áslaug Ýr Hjartardóttir og Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍBorgarstjóra veittur origami fuglinn

Í gær veittu Áslaug Ýr Hjartardóttir og Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra origami fuglinn á skrifstofu hans í ráðhúsi Reykjavíkur. Dagur tók vel á móti þeim líkt og aðrir hafa gert og tók undir mikilvægi þessa málefnis svo nú er bara að bíða og sjá hvort átakið og allar þessar heimsóknir fari ekki að skila sér í fleiri störfum fyrir fólk sem skerta starfsgetu.