Skip to main content
Frétt

Vísað til Öryrkjabandalagsdómsins 2000 í mastersvörn

By 26. maí 2009No Comments
Kári Hólmar Ragnarsson stud. jur. varði meistararitgerð sína: Dómstólar geta ekki vikið sér undan því að taka afstöðu -Um vernd efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda fyrir dómstólum, í Lögbergi fyrr í dag.

Í fyrirlestrinum fjallaði Kári um niðurstöður rannsóknar sinnar um lögfræðilegt mat dómstóla á fjárhæðir örörkubóta, og hvort að þær standist stjórnarskrá. Í rannsókninni kannaði Kári úrskurði og dóma í hvernig unnt er að leita verndar dómstóla hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg mannréttindi, m.a. réttinn til félagslegs öryggis, heilsu og viðunandi lífsafkomu.

Umfjöllunarefnið er útskýrt með vísan til dómaframkvæmdar, allt frá vernd Hæstaréttar Íslands á lágmarksinntaki réttinda í Öryrkjabandalagsdómi sínum frá árinu 2000 til beitingar suður-afríska stjórnlagadómstólsins á svonefndum sanngirnismælikvarða varðandi dreifingu HIV lyfja.

Leiðbeinandi og fundarstjóri var Ragnar Aðalsteinsson hrl. og prófdómari Dr. Ragnhildur Helgadóttir prófessor.