Skip to main content
Frétt

Víxlverkanir lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga úr sögunni

By 13. september 2011No Comments
Lög samþykkt á Alþingi sem koma í veg fyrir að slíkt gerist.

Alþingi samþykkti fyrir helgi lagafrumvarp sem kemur í veg fyrir gagnkvæmar skerðingar örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum og örorkulífeyris frá almannatryggingum.  

Með lagabreytingunni er eytt þeirri víxlverkun sem verið hefur um árabil í samspili þessara tveggja meginstoða almannatryggingakerfisins og örorkulífeyrisþegar munu nú sjálfir njóta að fullu þeirra hækkana sem verða á greiðslum almannatrygginga eða örorkulífeyri lífeyrissjóðanna. 

Fréttin í heild á heimasíðu Velferðarráðuneytisins

Afgreiðsla Alþingis