Skip to main content
Frétt

Yfirlýsing frá formönnum Landssambands eldri borgara, Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og Öryrkjabandalags Íslands.

By 26. janúar 2007No Comments
Heildarsamtök aldraðra og fatlaðra koma á engan hátt að undirbúningi framboða til Alþingis sem kynnt hafa verið sem framboð öryrkja og aldraðra.

Samtök aldraðra og fatlaðra starfa á þverpólitískum grundvelli að hagsmunamálum félagsmanna sinna og hafa engin áform uppi um framboð til Alþingis í kosningunum í vor. Undirritaðir leggja áherslu á kröfuna um eitt samfélag fyrir alla sem og kjörorðin ekkert um okkur án okkar og hvetjum á þeim grunni öryrkja og aldraða til að vera virka þátttakendur á vettvangi stjórnmálanna, hvar í flokki sem þeir standa, og sinna þannig borgaralegum réttindum og skyldum sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu.

Ólafur Ólafsson

Form. Landssambands eldri borgara (LEB)

Ragnar Gunnar Þórhallsson

Form. Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra

Sigursteinn Másson

Form. Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ)