Skip to main content
Frétt

Yfirlýsing frá ÖBÍ

By 19. janúar 2007No Comments
Í ljósi umræðu um niðurstöður könnunar um langvarandi kynferðislegt ofbeldi gegn heyrnarlausum vill ÖBÍ vekja athygli á því að innlendar og erlendar rannsóknir sýna að fatlaðir eigi meira á hættu að verða fórnarlömb slíks ofbeldis en aðrir hópar samfélagsins.

Það á sérstaklega við um þá sem vegna fötlunar sinnar eiga erfitt með að tjá hugsanir sínar og tilfinningar með skýrum og skilmerkilegum hætti. Það er mjög brýnt að slík mál séu upplýst, fórnarlömbum ofbeldisins veittur öflugur stuðningur og lærdómur dreginn af atburðunum.

ÖBÍ leggur áherslu á að opinberir aðilar vinni náið með hagsmunasamtökum heyrnarlausra að viðbragðaáætlun sem og að aðgerðum til að fyrirbyggja að slík ofbeldisverk geti endurtekið sig gagnvart heyrnarlausu fólki. Einnig hafi hið opinbera náið samráð við önnur hagsmunasamtök fatlaðs fólks sem eru í áhættuhópum vegna kynferðislegs ofbeldis