Skip to main content
Frétt

Yfirlýsing framkvæmdastjórnar ÖBÍ 25. júlí 2006.

By 25. júlí 2006No Comments
Framkvæmdastjórn ÖBÍ kom saman í dag til aukafundar vegna umfjöllunar um bandalagið í fjölmiðlum sl. daga. Þar var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt.

Yfirlýsing framkvæmdastjórnar ÖBÍ 25. júlí 2006.

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir fullum stuðningi við formann bandalagsins, Sigurstein Másson. Harmar stjórnin persónugerða gagnrýni í fjölmiðlum frá hendi tveggja af þrjátíu fulltrúum aðalstjórnar á hann og okkar störf.

Við bendum á að fullur vilji hefur verið frá upphafi að semja við Arnþór Helgason um starfslok hans í anda samþykktar aðalstjórnar, og viljum hvetja hann til að ganga til samninga.

Málflutningur þessara þriggja manna er ómálefnalegur og skaðar ímynd bandalagsins.

Reykjavík 25. júlí 2006.
Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands