Skip to main content

Handbók aðildarfélaga

ÖBÍ hefur rekið öfluga baráttu í langan tíma og hægt og bítandi þokast í rétta átt og stundum verða sigrar.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ

Lög, stefnur og fleira gagnlegt

Samþykktir ÖBÍ

Í samþykktum bandalagsins (lög ÖBÍ) er meðal annars fjallað um innra skipulag, starf, sem og réttindi og skyldur aðildarfélaga.

Sjá nánar lög ÖBÍ

Siðareglur ÖBÍ

Markmið siðareglna ÖBÍ er að skilgreina það viðmót í samskiptum sem okkur, fulltrúum ÖBÍ, ber að sýna við störf okkar á vegum bandalagsins. Með fulltrúum ÖBÍ er hér átt við fulltrúa í stjórn, stjórnendur, starfsfólk, fulltrúa í málefnahópum, stýrihópum og nefndum ÖBÍ auk undirverktaka sem taka að sér verkefni fyrir hönd ÖBÍ sem bandalagið ber stjórnunarlega ábyrgð á.

Sjá nánar siðareglur ÖBÍ

Forvarna- og viðbragðsáætlun ÖBÍ vegna EKKO*

Markmið áætlunarinnar er að tryggja að úrræði séu til staðar og stuðla að forvörnum og verkferlum í samræmi við siðareglur ÖBÍ, ákvæði laga og reglugerða. Áætlunin nær til allra fulltrúa ÖBÍ og er þá átt við fulltrúa í stjórn, stjórnendur, starfsfólk skrifstofu, fulltrúa í málefnahópum, stýrihópum og nefndum ÖBÍ auk undirverktaka sem taka að sér verkefni fyrir hönd ÖBÍ sem bandalagið ber stjórnunarlega ábyrgð á.

*EKKO er skammstöfun fyrir: einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi.

Sjá nánar forvarnar-og viðbragðsáætlun ÖBÍ

Persónuverndarstefna ÖBÍ

Persónuvernd skiptir ÖBÍ miklu máli. Hver einstaklingur hefur rétt á að ráða því hverjum hann treystir fyrir upplýsingum um sig. Hann á rétt á að vita hvaða upplýsingum er safnað um sig, hvers vegna það er gert, hvernig unnið er með þær, hvort þeim sé eytt eða þær varðveittar og þá hve lengi.

ÖBÍ meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Sjá nánar persónuverndarstefnu ÖBÍ

Umsagnir ÖBÍ

Árlega berast Öryrkjabandalagi Íslands fjöldi beiðna um umsagnir við frumvörp til laga og þingsályktunartillögur frá Alþingi, um mál sem á einhvern hátt tengjast málefnum fatlaðs fólks. Einnig sendir ÖBÍ athugasemdir og umsagnir til ráðuneyta, sveitarfélaga og fleiri stjórnsýslustofnana.

Sjá umsagnir.

Lög

Eftirfarandi er listi yfir helstu lög um réttindi fatlaðs fólks:

873/148:  Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir 

88/2011 – Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

40/1991: Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 

99/2007: Lög um félagslega aðstoð 

22/2006: Lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna 

88/2021: Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

85/2015: Lög um úrskurðarnefnd velferðarmála

83/2003: Lög um Ráðgjafar- og greiningarstöð

100/2007: Lög um almannatryggingar

112/2008: Lög um sjúkratryggingar 

45/2015: Lög um slysatryggingar almannatrygginga

119/2013: Lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar 

100/2010: Lög um umboðsmann skuldara 

155/1998: Lög um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda

129/1997: Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Reglugerðir

Eftirfarandi er listi yfir helstu reglugerðir um réttindi fatlaðs fólks og öryrkja.

1250/2018 – Reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð

1038/2018 – Reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir

1036/2018 – Reglugerð um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

1054/2010 – Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu

370/2016 – Reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk

1035/2018 – Reglugerð um biðlista, forgangsröðun og úrræði á biðtíma eftir þjónustu

972/2012 – Reglugerð um persónulega talsmenn fatlaðs fólks

973/2012 – Reglugerð um réttindagæslumenn fatlaðs fólks

970/2012 – Reglugerð um sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk

971/2012 – Reglugerð um undanþágunefnd um bann við beitingu nauðungar gagnvart fötluðum einstaklingi

905/2021 – Reglugerð um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða

661/2020 – Reglugerð um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð

856/2020 – Reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk

1200/2018 – Reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri

1277/2007 – Reglugerð um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

140/2006 – Reglugerð um heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að greiða barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar ungmenna á aldrinum 18-20 ára

Reglugerð um mæðra- og feðralaun. | Reglugerðir | Reglugerðasafn

Reglugerð um atvinnumál fatlaðra | Reglugerðir | Reglugerðasafn

Reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna. | Reglugerðir | Reglugerðasafn

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar“ sbr. 4. grein hans. Sjá nánar …

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

,,Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Ljóst er að útrýming fátæktar í öllum sínum myndum og umfangi, að með talinni sárafátækt, er stærsta verkefnið á heimsvísu og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sjálfbærri þróun…“ Sjá nánar á un.is