Skip to main content

Aðgengishópur

Hlutverk aðgengishóps ÖBÍ er að stuðla að auknu aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, upplýsingum, þjónustu, manngerðu umhverfi og náttúrunni.

Hópinn skipa:

  • Bergur Þorri Benjamínsson – SEM samtökunum – formaður
  • Birna Einarsdóttir – Gigtarfélagi Íslands
  • Gísli Jónasson – MND á Íslandi
  • Hreiðar Þór Örsted Hreiðarsson – Einhverfusamtökunum
  • Ingólfur Már Magnússon – Heyrnarhjálp – varaformaður
  • Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir – MS félagi Íslands
  • Þorkell Jóhann Steindal – Blindrafélaginu
  • Varafulltrúar: Alma J. Árnadóttir – SUM og Þórarinn Þórhallsson – Blindrafélaginu
  • Starfsmaður: Stefán Vilbergsson – stefan @ obi.is

Aðgengi þín réttindi

Þú átt rétt á aðgengi að samgöngum, byggingum, umhverfi, samgöngutækjum og upplýsingum.

Útgáfa

Aðgengi að viðburðum

Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd viðburða eins og málþingum, ráðstefnum og hátíðum. Markmiðið er að tálma ekki aðgengi fatlaðs fólks. Einnig má nýta leiðbeiningarnar sem gátlista fyrir viðburðahaldara. →

Algild hönnun utandyra

Hönnuðir, arkitektar og verkfræðingar! Leiðbeiningarit [PDF] fyrir þau sem bera ábyrgð á skipulagningu almenningsrýma með áherslu á helstu aðgengisþarfir fatlaðs fólks.  Ritið er stuðningur við byggingarreglugerð . →

Flugleiðbeiningar

Leiðbeinandi gátlisti fyrir fólk með fatlanir og aðrar skerðingar. Málefnahópur ÖBÍ um aðgengismál vann leiðbeiningar í virku samráði við þjónustuaðila og stofnanir, eins og Isavia og Icelandair. →

Kosningar og aðgengi

Ný kosningalög nr. 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022. Af því tilefni var gátlisti  unninn af Félags- og  vinnumarkaðsráðuneytinu og byggir á ábendingum frá málefnahóp ÖBÍ um aðgengi.. →

Notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk

Leiðbeiningar gefnar út í júní 2023 af aðgengishóp ÖBÍ í samstarfi við sýslumenn sem sjá um að dreifa bæklingnum. 1. útgáfa 2023 →