Málefnahópur um sjálfstætt líf
Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf felur í sér að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar stjórni eigin lífi.

Lögfesting notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) er orðin að veruleika. Aðaláherslumál málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf var að fylgjast með framkvæmd nýju laganna t.d. að sjá til þess að NPA samningum fjölgi og að réttindi einstaklinga sem fengu samninga séu virt. Einnig var unnið að reglugerðum tengdum NPA með opinberum aðilum og fylgst með framkvæmd sveitarfélaganna á skyldu þeirra að setja sér notendaráð.
Málefnahópurinn barðist einnig fyrir því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur og að íslenska ríkið verði aðili að valfrjálsri bókun við samningninn. Málefnahópurinn hafði einnig það hlutverk að vinna að því að sett verði lög um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi.
Áhugaverðar greinar:
- „Fær að vera venjuleg tíu ára stelpa“ (RÚV, 13. mars 2019)
- Vonast eftir meira frelsi með NPA (RÚV, 24. mars 2019)
- Fyrsti NPA-samningurinn á Akureyri (18. febrúar 2019)
- Ráðherra styður lögfestingu SRFF (30. október 2018)
- Sögulegt tækifæri – ný lög um þjónustu við fatlað fólk (1. október 2018)
- Yfirlýsing málefnahóps ÖBÍ vegna kröfu Sambands sveitarfélaga (20. september 2018)
- Við þurfum að mennta kerfið (30. maí 2018)
- NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi (Vísir, 27. apríl 2018)
- Loksins loksins lögfesting (26. apríl 2018)
- Harma dóm Hæstaréttar (16. nóvember 2017)