Erfðamál

  • Hefur arfur áhrif á útreikning örorkulífeyris?

    Eignastaða hefur ekki áhrif á útreikning örorkulífeyris, aðeins skattskyldar tekjur. Arfur hefur því ekki áhrif á útreikning örorkulífeyris. Hins vegar geta fjármagnstekjur sem stafa af arfi, haft áhrif.

    Dæmi: þú erfir íbúð, selur hana og leggur andvirðið í banka. Innistæða þess reiknings ber vexti sem eru skattskyldar fjármagnstekjur. Þær tekjur koma til frádráttar við útreikning örorkulífeyris, á sama hátt og aðrar skattskyldar tekjur sem þú gætir haft, t.d. af vinnu.