Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Álit umboðsmanns Alþingis varðar útreikningsreglu hjá TR fyrir búsetuhlutfall þeirra sem voru búsettir í landi innan EES áður en þeir fengu örorkumat. Það er önnur útreikningsregla fyrir öryrkja sem bjuggu í landi utan EES fyrir fyrsta örorkumat. Niðurstaðan úr þeirri útreikningsreglu er mun hærri miðað við sömu forsendur. Grundvöllur málsins er sá að fullar greiðslur miðast við 40 ára búsetu hér á landi þegar einstaklingar eru á milli 16-67 ára. Regla laga um almannatryggingar segir að þegar einstaklingar hafa ekki náð 67 ára aldri, þá skuli bæta öllum árum við eins og búsetan hafi verið hér á landi. Þessari reglu hefur ekki verið framfylgt hér á landi, nema í þeim tilvikum þegar einstaklingar hafa verið búsettir innan ríkis sem er utan EES. Nánari upplýsingar hér á vef ÖBÍ.
Fólk þarf að snúa sér til Tryggingastofnunar ríkisins, sem ber ábyrgð á málinu og endurgreiðslum.
Álitið nær til örorkulífeyrisþega sem fá hlutfallslegar greiðslur vegna fyrri búsetu í löndum innan EES. Það nær því ekki til þeirra sem hafa verið búsettir í löndum utan EES fyrir örorkumat.
Já. Sá tími sem þú varst á örorku og lentir í búsetuskerðingum er eitthvað sem ætti að leiðrétta.
Dánarbúið á kröfu á leiðréttingu vegna búsetuskerðinganna.
Leiðréttingin er óháð ríkisborgararétti, réttindaávinnslan er í gegnum búsetu (lögheimili) á Íslandi.
Hluti hópsins sem álitið nær til býr erlendis, en þessir einstaklingar fengu örorkumat hjá TR þegar þeir bjuggu á Íslandi.
Greiðslur skv. lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 eru greiddar úr landi til þeirra sem búa í löndum innan EES. Þessar greiðslur eru: örorkulífeyrir (grunnlífeyrir), aldurstengd örorkuuppbót, tekjutrygging og barnalífeyrir. Greiðslur skv. lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007 eru ekki greiddar úr landi.