Húsnæðismál

 • Útvegar ÖBÍ húsnæði?

  ÖBÍ rekur sjálft ekki húsnæðismiðlun en BRYNJA hússjóður Öryrkjabandalagsins er sjálfseignarstofnun sem á og rekur félagslegt leiguhúsnæði fyrir öryrkja um allt land. Síminn hjá Brynju hússjóði er 570 7800

  Hér eru tenglar sem tengjast þjónustu Brynju Hússjóðs:

  Sími: 570 7800, neyðarsími: 522 2215.

 • Bjóða sveitarfélög upp á félagslegt húsnæði?

  Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun, samkvæmt lögum og skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu. 

  • Listi yfir sveitarfélög landsins og hlekkir á þau eru á vef innanríkisráðuneytisins.
  • Félagsbústaðir hf. í eigu Reykjavíkur eiga og reka yfir 2000 íbúðir í borginni fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eru undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Umsóknir skulu berast til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.