Miska- og slysabætur

  • Hvað er varanleg örorka?

    Varanleg örorka segir til um skerðingu á möguleikum þínum til að afla þér tekna á starfsævinni, sem sagt fjárhagslegt tjón. Þannig þýðir t.d. 10% varanleg örorka að talið sé að vegna slyssins munir þú afla þér 10% minni tekna um ævina en annars hefði verið, annað hvort með því að vinna að meðaltali 10% minna það sem eftir er starfsævinnar.

    Tryggingarfélögin greiða skaðabætur fyrir varanlega skerðingu á getu til að afla vinnutekna í framtíðinni t.d. ef einstaklingur þarf að minnka við sig vinnu í framtíðinni eða þarf að skipta um starf vegna slyss. Við mat á varanlegri örorku eru skoðaðir þættir eins og aldur, tekjur, menntun, starfsreynsla, búseta og fleira, t.d. ef tveir einstaklingar missa fingurinn þá fengi píanóleikari hærri prósentu en bankastarfsmaður.

  • Hvað er varanlegur miski?

    Miski er metinn í stigum og miðað er við svokallaðar miskatöflur sem geyma viðmið við mat á miska. Það þýðir að allir eru metnir til sama miska fyrir sams konar áverka eða einkenni. Miski er einnig kallaður læknisfræðileg örorka. Algengur metinn miski vegna háls eða bakverkja af völdum umferðarslyss er 5-20%.

    Miskabætur eru bætur fyrir líkamlegt eða andlegt tjón í slysum eða líkamsárásum ekki fjárhagslegt tjón.