Þjónusta ÖBÍ

 • Útvegar ÖBÍ húsnæði?

  ÖBÍ rekur sjálft ekki húsnæðismiðlun en BRYNJA hússjóður Öryrkjabandalagsins er sjálfseignarstofnun sem á og rekur félagslegt leiguhúsnæði fyrir öryrkja um allt land. Síminn hjá Brynju hússjóði er 570 7800 og neyðarsíminn  522 2215. 

  Einnig má benda á að sveitarfélög á Íslandi hafa lögbundna skyldu til að útvega fólki húsnæði sem þess þarfnast.  
  • Listi yfir sveitarfélög landsins og hlekkir á þau eru á vef innanríkisráðuneytisins.
  • Félagsbústaðir hf. er í eigu Reykjavíkur eiga og reka yfir 2000 íbúðir í borginni fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eru undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Umsóknir skulu berast til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

   

 • Kostar að fá lögfræðiráðgjöf hjá ÖBÍ?

  Nei, öryrkjum, fötluðu fólki og aðstandendum þeirra býðst ókeypis ráðgjöf hjá félagsráðgjafa ÖBÍ og lögfræðingum um réttindamál. Hægt er að panta viðtalstíma á virkum dögum frá kl. 9:00 til 15:00. Sími: 530 6700. Netfang: mottaka@obi.is
 • Höfðar ÖBÍ dómsmál?

  ÖBÍ hefur í gegnum tíðina farið í nokkur dómsmál sem varða hagsmuni fólks í aðildarfélögum ÖBÍ. Sjá t.d. dóm í máli Hæstaréttar í máli nr. 125/2000, svokallaðan Öryrkjabandalagsdóm I. Síðan sá dómur féll hefur bandalagið rekið nokkur dómsmál, sjá t.d. dóm Hæstaréttar varðandi sérstakar húsaleigubætur í máli  nr. 728/2015. Árið 2012 hóf ÖBÍ dómsmál sem varðaði hvort greiðslurnar væru í samræmi við það sem áskilið er í 76. gr. stjórnarskrárinnar, sjá dóm Hæstaréttar í máli nr. 223/2016. Það mál fór ekki á þann hátt sem við höfðum óskað. ÖBÍ hefur jafnframt stutt málarekstur vegna útreikninga á fjármagnstekjum fólks í hjúskap og hvernig slíkar greiðslur skerða rétt einstaklinga til greiðslna. Það mál tapaðist einnig en í þeim dómi var afar merkilegt sératkvæði sem tók algerlega undir málflutning stefnanda, sjá dóm í máli nr. 795/2017. Sjá lista yfir fyrri dómsmál ÖBÍ hér 
   
  Nú styður ÖBÍ  við nokkur dómsmál sem varða greiðslur og kjör fólks, m.a. vegna tenginga við tekjur maka við framkvæmd fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga og framkvæmd LÍN á endurkröfum sínum gagnvart fólki sem reiðir sig á almannatryggingakerfið. Í undirbúningi eru fleiri mál sem varða framfærslugreiðslurnar, nánari upplýsingar eru væntanlegar.  

  Sigurjón Unnar Sigurjónsson lögmaður ÖBÍ, 3. júní 2019