24. júní, 2022
Í all nokkurn tíma hefur staðið til að ráðast í heildar endurskoðun á kerfi almannatrygginga. ÖBÍ hefur þrýst á að þessi vinna hefjist, og lýsti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra því yfir í byrjun árs, að það væri hans von að sú vinna hæfist á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi þessa árs. Nú hefur stýrihópur vinnunnar verið skipaður.
Lesa meira
24. júní, 2022
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir næstu sjö mánuði ársins 2022 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.
Lesa meira
21. júní, 2022
Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit í þremur málum sem Öryrkjabandalagið vísaði til hans. Málin voru öll svipaðs eðlis, að Tryggingastofnun hafi upphaflega hafnað örorkumati, eða metið undir 75%, og síðar samþykkt 75% mat. Einstaklingarnir sem um ræðir, leituðu til Öryrkjabandalagsins, sem aðstoðaði þá við vinnslu málsins.
Lesa meira
20. júní, 2022
Dagana 14-16 júní var haldin 15. ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ráðstefnan hefur verið haldin ár hvert, utan síðustu tveggja, vegna heimsfaraldurs Covid.
Lesa meira
10. júní, 2022
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans.
Lesa meira
09. júní, 2022
Eftir Emil Thoroddsen:„Fyrirkomulag hjálpartækja er alger undirstaða þess að fólk sem lifir við skerðingar, fatlað fólk, taki þátt í samfélaginu og lifi sjálfstæðu lífi.“
Lesa meira
31. maí, 2022
Alþingi hefur nú lokið fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið er nú endurflutt í fjórða sinn en í örlítið breyttri mynd frá því frumvarpi sem birt var til umsagnar í Samráðsgátt í lok janúar sl. Endurtekið hefur komið fram fjöldi umsagna um efni frumvarpsins og því ljóst að það er mjög umdeilt. Eftirtaldir aðilar lýsa því yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum
Lesa meira
27. maí, 2022
Eins og áður hefur verið sagt frá á þessum vettvangi, samþykkti ríkisstjórnin að hækka greiðslur almannatrygginga um þrjú prósent, frá og með 1. júní næstkomandi. Nokkuð hefur verið um umræður um að fólk sjái ekki merki þessarar hækkunar sinnar í greiðsluáætlun sinni.
Lesa meira
25. maí, 2022
Í nýjasta hefti Kjarafrétta Eflingar, fer Stefán Ólafsson yfir samspil almannatryggingakerfisins og skerðinga. Niðurstaða hans er að og lágur lífeyrir, of miklar skerðingar og of háir skattar á lágar tekjur öryrkja, hafa fest allt of marga í fjötrum fátæktar.
Lesa meira
18. maí, 2022
Málþing kjarahóps ÖBÍ um skerðingar og kjaragliðnun lífeyris almannatrygginga var haldið í gær, 17. maí, á Grand Hóteli. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ flutti ávarp. Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar sem hann vann fyrir ÖBÍ, „Lásar gera bara gagn ef þeir eru læstir“. Skýrslan kom út 2020 en nýlega voru tölfræðigögn uppfærð og verður skýrslan endurútgefin á næstu dögum.
Lesa meira