Heilbrigðisstarfsmaður heldur á postulínssparigrís með grímu

Sjúklingar borga 1,7 milljarð framhjá greiðsluþaki

Skýrsla ÖBÍ (2021, október): Sjúklingar greiða hátt á annan milljarð umfram samningsbundnar greiðslu Sjúkratrygginga til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþaki. Í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sagði að ætlunin hafi verið að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara.
Lesa meira

Íslenskan verði nothæf í stafrænum heimi

Íslenskan verði nothæf í stafrænum heimi

Tungan þarf að vera nothæf í stafrænum heimi framtíðar. Með gríðarlegum breytingum á tölvunotkun, máltækni með nýrri gervigreindartækni og talgervlum eiga smá málsamfél á í vök að verjast. Varðstaða móðurmálsins ákvarðar hvernig málsamfélaginu reiðir af. Einungis framþróun þar sem íslenskan er felld inn í tölvutækni og starfræna þjónustu verður hún raunverulegur valkostur í öllu viðmóti og upplýsingavinnslu. Fylgi íslenskan ekki nýrri tækni situr hún eftir og tækin nýta önnur tungumál.
Lesa meira

Stelpur að leika sér með leikföng árið 1960.

Átt þú rétt á sanngirnisbótum?

Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra hefur birt auglýsingu í blöðum, þar sem kallað er eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á stofnun fyrir fötluð börn fyrir 1. febrúar 1993. Einstaklingar sem telja sig eiga rétt til bóta á grundvelli laganna hafa frest til og með 31. janúar 2022 til að sækja um sanngirnisbætur.
Lesa meira

Skjáskot af forsíðu fræðslugáttar Félagsmálaráðuneytis. Vefnámskeið. Sækja um aðgang.

Nýr fræðsluvefur Félagsmálaráðuneytis, námskeið um NPA

Lesa meira

Forsíðumynd tímaritsins og Alda Lilja

Býr til list fyrir fólk sem sér sjálft sig sjaldan í list

Teiknarinn Alda Lilja Hrannardóttir er höfundur kápumyndar 60 ára afmælisblaðs Tímarits ÖBÍ. Hún býr í Amsterdam og hefur teiknað frá því hún man eftir sér sem hefur verið hennar leið til að tjá sig og vinna úr þungum tilfinningum. Í kringum tvítugt fór hún svo að gera sér starfsferil úr teikningunum og nánast öll hennar list snýst um geðheilsu og hinseginleika.
Lesa meira

Merki WeThe15 herferðarinnar

WeThe15 :15% mannkyns eru með einhvers konar fötlun

15% mannkyns eru með einhvers konar fötlun. #WeThe15 stefnir að því að verða stærsta mannréttindahreyfing allra tíma og ætlar að ná viðhorfsbreytingu í garð fatlaðs fólks. Herferðin er hugsuð til 10 ára og helst í hendur við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á bak við átakið eru m.a. Alþjóðabankinn, Unesco, WHO og UN Human rights. Herferðin leggur aðaláherslu á fötlun samhliða þjóðerni, kyni og kynhneigð og miðar að því að næsta áratuginn verði bundinn endir á mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún mun starfa sem alþjóðleg hreyfing sem berst opinberlega fyrir sýnileika fatlaðs fólks, aðgengi og aðgreiningu. WeThe15 sameinar stærstu samtök alþjóðastofnana í íþróttaheiminum, mannréttindum, viðskiptum, listum og afþreyingu. Samtökin munu vinna með stjórnvöldum, fyrirtækjum og almenningi næsta áratug að breytingum fyrir stærsta jaðarsetta hóp heims. Fatlað fólk er 15% af mannkyninu og hluti af mannlegum fjölbreytileika. Allir geta tekið þátt í að skapa þessar breytingar.
Lesa meira

Sveinn Snorri Sveinsson. Ljósmynd: Kormákur Máni Hafsteinsson. 

Íslenskir stéttleysingjar

Sveinn Skorri Sveinsson: Þegar ég var ungur drengur í grunnskóla í kringum 1980 var kennsla í trúarbrögðum og framandi samfélögum reglulegur liður í skólastarfseminni. Ég lærði um búddisma og hindúisma rétt eins og kristna trú og fjölbreytileiki trúarbragðanna vakti áhuga minn. Indverskt samfélag samanstóð af nokkrum stéttum og það merkilega er að aðeins ein stétt í indversku þjóðfélagi festist mér í minni. Það voru stéttleysingjarnir.
Lesa meira

Ingveldur Jónsdóttir

„Þróun talgervils fyrir íslensku er á fljúgandi ferð“

Ingveldur Jónsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengi: „Við berjumst fyrir bættu aðgengi fólks með fatlanir og skerðingar að umhverfinu. Hér er allt undir, jafnt byggingar og útisvæði sem upplýsingar. Af því að ég nota hjólastól, brennur mest á mér persónulega aðgengi að umhverfinu. Í málefnahópnum er fólk með bæði sjón- og heyrnarskerðingu, þannig að aðgengi að hvers konar upplýsingum á líka talsmenn í hópnum. Þroskahjálp vinnur síðan gott starf á sviði bætts aðgengis fólks með greindarskerðingu að upplýsingum. Bætt aðgengi fyrir fólk með skerðingar er venjulega bætt aðgengi fyrir fleiri. Til dæmis er lyftan sem nauðsynleg er fyrir manneskjuna í hjólastólnum líka gagnleg fyrir manneskjuna með litla barnið á öðrum handleggnum og innkaupapokana á hinum,“ segir Ingveldur sem var sjálfkjörin formaður málefnahóps um aðgengi á aðalfundi 2017 eftir að hafa verið varaformaður í tvö ár.
Lesa meira

Elín Hoe Hinriksdóttir

„Öll börn, óháð fötlun, eiga að hafa jöfn tækifæri“

Elín Hoe Hinriksdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um málefni barna: „Sem stjórnarmaður í ÖBÍ lagði ég fram þá hugmynd að stofnaður yrði sérstakur málefnahópur um málefni barna. Aðrir málefnahópar höfðu þegar tekið til starfa en ljóst var að þörf var á málefnahópi sem einbeitti sér eingöngu að baráttumálum fyrir hönd barna. Ekki má gleyma að innan aðildafélaga ÖBÍ er stór hópur foreldra barna með fatlanir sem oftar en ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa að berjast við kerfið til að ná fram lögbundnum réttindum fyrir börn sín. Málefnahópurinn tók til starfa árið 2018 og ástæða þess að ég bauð mig fram sem formaður hópsins er sú að málefni barna eru mér mikilvæg,“ segir Elín sem er formaður ADHD-samtakanna. „Okkar helstu baráttumál hafa snúið að réttindum barna t.d. í heilbrigðis-og menntakerfinu en þar skortir verulega á fullnægjandi þjónustu við börn með fatlanir og raskanir.
Lesa meira

Atli Þór

„Bætt lífskjör öryrkja mannréttindamál“

Atli Þór Þorvaldsson, formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál: „Ég hef verið formaður hópsins síðan á síðasta aðalfundi ÖBÍ þegar Bergþór, sem var formaður, var kjörinn varaformaður ÖBÍ. Helstu baráttumálin eru að hækka örorkulífeyri og draga úr tekjuskerðingu. Bætt lífskjör öryrkja eru að mínu mati mannréttindamál,“ segir Atli Þór. „Það hefur verið talað fyrir daufum eyrum þegar reynt er að fá samtal við stjórnvöld um kjör öryrkja. Fátæktargildra öryrkja er staðreynd og verkalýðshreyfingin tekur undir það með öryrkjum. Nú liggja fyrir ýmis gögn sem styðja talsvert betur við málstaðinn, en kjör öryrkja hafa því miður dregist aftur úr flestum öðrum undanfarin ár. Lítið skref var stigið þegar króna á móti krónu-skerðingar breyttist í króna á móti 65 aurum. Hækkanir örorkulífeyris eru minni en almennar launahækkanir í landinu og tekjuskerðingar læsa öryrkja í fátækt. Mannleg reisn er mikilvæg öllum, líka öryrkjum. Sköpum öllum mannsæmandi líf.“
Lesa meira