Fallið frá kröfu um starfsreynslu talmeinafræðinga

Fallið frá kröfu um starfsreynslu talmeinafræðinga

Sjúkratryggingar Íslands hafa fallið frá kröfu um 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðinga og framlengt samning við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um 6 mánuði. Þessi tími skal nýttur til að starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði, vinni nú að endurskoðun á skipulagi þjónustu talmeinafræðinga. 
Lesa meira

Myndin sýnir Kristínu Hebu, Drífu Snædal og Sonju Þorbergsdóttur á kynningarfundi skýrslunnar

Könnun Vörðu: Fjárhagsstaða einstæðra foreldra verst

Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja rannsókn á stöðu launafólks á Íslandi, í dag, miðvikudaginn 19. janúar. Niðurstöðurnar eru í raun sláandi, og augljóst að jöfnunarhlutverk skattkerfisins, og sérstaklega bótahluta þess, eru ekki að virka.
Lesa meira

Spyr ráðherra um áfrýjun ráðherra

Spyr ráðherra um áfrýjun ráðherra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi, þar sem hún spyr núverandi félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, út í forsendur fyrir áfrýjun ríkisins á dómi Landsréttar um að ekki væri lagastoð fyrir þeirri framkvæmd Tryggingastofnunar að skerða greiðslur sérstakrar framfærslu uppbótar í samræmi við búsetu.
Lesa meira

Aðalfundur ÖBÍ 2021

Fundargerð aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands, haldinn á Hilton Reykjavík Nordica 15. október 2021, kl. 16:00-19:00, og 16. október 2021, kl. 10:00-17:00.
Lesa meira

Myndin sýnir Eggert Skúlason, Guðmund Inga og Þuríði Hörpu í Samfélagsvaktinni

Finnur stuðning til breytinga

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, var gestur í Samfélagsvaktinni laugardaginn 15. janúar. Þar sagðist hann hafa sterkt umboð stjórnarflokkana til að ráðast í löngu tímabærar breytingar á almannatryggingakerfinu.
Lesa meira

Myndin sýnir bíl frá Pant

Upplýsingum um notendur Pant stolið í gagnainnbroti hjá Strætó.

Nú er það ljóst að þau gögn sem stolið var í innbroti í tölvukerfi Strætó í lok desember, voru upplýsingar um notendur Pant akstursþjónustunnar. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu fyrir upplýsingarnar, en afstaða fyrirtækisins er að greiða ekki. Gera má ráð fyrir því að vegna þess verði þessar upplýsingar birtar einhversstaðar.
Lesa meira

Myndin sýnir börn að leik um 1960

Frestur til að sækja um sanngirnisbætur að renna út

Haustið 2021 fól Dómsmálaráðuneytið Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, að birta innköllun vegna stofnana sem falla undir lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. Frestur til að sækja um sanngirnisbætur rennur út nú í lok janúarmánaðar, 31. janúar.
Lesa meira

Myndin sýnir tannlækni að störfum

Hærri niðurgreiðslur á tannlækningum og fleiri breytingar um áramót

Um áramót urðu ýmsar gjaldskrárbreytingar líkt og venja er. Stærstu tíðindi eru 400 milljónir sem veitt er til aukinnar niðurgreiðslu tannlæknaþjónusta öryrkja, og auknar heimildir Sjúkratrygginga til styrkja vegna kaupa á hjálpartækjum fyrir fötluð börn með tvö heimili.
Lesa meira

Myndin sýnir svalir utan á fjölbýlishúsi

Krafa um fullt nám felld niður varðandi heimilisuppbót

Félagsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um heimilisuppbót þannig að nú er heimilt að greiða heimilisuppbót, þó á heimilinu sé barn öryrkja, eldra en 18 ára í námi, þó námið sé ekki 100% nám. Fyrir breytingu var krafa um fullt nám.
Lesa meira

Skjáskot af vef Pant

Viðskiptavinum Pant ráðlagt að breyta lykilorði

Eins og komið hefur fram í fréttum varð Strætó fyrir netárás sem uppgötvaðist 27. desember. Ekki er ljóst enn hvort, og þá hvaða upplýsingar viðkomandi komust yfir, en Strætó biðlar samt til þeirra sem nota Pant akstursþjónustuna um að breyta lykilorði sínu.
Lesa meira