Skip to main content
AðgengiFrétt

Aðalfréttatími Rúv og Krakkafréttir táknmálstúlkaðar

By 30. ágúst 2021september 1st, 2022No Comments
Nú fyrsta september verður sú breyting á þjónustu RÚV við heyrnarlausa að í stað sérstakra táknmálsfrétta, verður aðalfréttatími RÚV, kl 19, túlkaður beint á táknmál. RÚV hefur samið við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um að túlkunina. Á sama tíma verður byrjað að senda Krakkafréttir út með táknmálstúlkun á RÚV. 

Í frétt á vef RÚV er sagt að upplýsingafundir Almannavarna hafi strax í upphafi verið túlkaðir á táknmál, og hafi það mælst vel fyrir já döff fólki. Á sama tíma var aðal kvöldfréttatími RÚV túlkaður á táknmál, meðan faraldurinn geisaði hvað mest. Könnun sem Félag heyrnarlausra gerði að beiðni RÚV leiddi meðal annars í ljós að flest þeirra sem tala táknmál kjósa að fylgjast með táknmálstúlkuðum fréttum í sjónvarpi og á vef.  

Á sama tíma lýkur 40 ára sögu táknmálsfrétta, en fréttir á táknmáli hafa verið fluttar á RÚV í sérstökum dagskrárlið frá árinu 1980.