Skip to main content
Frétt

Aðgengi að viðburðum ÖBÍ

By 18. febrúar 2019No Comments

Öryrkjabandalag Íslands leggur sig fram um að gott aðgengi sé tryggt á öllum viðburðum á vegum bandalagsins. Það hefur verið leiðarljós á öllum viðburðum ÖBÍ að allir geti sótt viðburði og notið þeirra til jafns við aðra.

Gott má bæta, og því gerði Málefnahópur ÖBÍ um aðgengi könnun meðal aðildarfélaga um þessi mál. Þátttaka í könnuninni var góð og í framhaldinu var unnið meira með niðurstöðurnar. Þær liggja nú fyrir og hefur verið unnið úr þeim, og sú niðurstaða hlotið samþykki stjórnar ÖBÍ.

Þessar niðurstöður hafa verið settar fram í leiðbeiningum um undirbúning og framkvæmd á aðgengi að viðburðum á vegum ÖBÍ og eru þær birtar hér og hér (pdf).