Fundargerð 1. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 9. nóvember 2017

Fundargerð 1. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 9. nóvember 2017

kl. 16:00 - 18:30 haldinn í Ólafsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík.

 

1.    Fundur settur.

Formaður, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, setti fundinn kl. 16.04 og bauð nýja stjórn velkomna til starfa. Dagskrá fundarins var samþykkt.

 

2.    Ritun fundargerðar.

Samþykkt var að Þórný Björk Jakobsdóttir, starfsmaður ÖBÍ, riti fundargerð.

 

3.    Kynning stjórnarmanna.

Formaður og stjórnarmenn kynntu sig.

 

4.    Skipan fulltrúa í framkvæmdaráð: 2 aðalmenn og 2 varamenn.

Í framkvæmdaráði eiga sæti formaður, varaformaður og gjaldkeri. Auk þeirra voru eftirfarandi fulltrúar kosnir úr stjórn til setu í ráðinu: Dóra Ingvadóttir og Rúnar Björn Þorkelsson sem aðalmenn og Frímann Sigurnýasson og Rósa María Hjörvar sem varamenn.

 

5.    Verklagsreglur stjórnar.

Formaður lagði til að framkvæmdaráð færi yfir breytingartillögur sem fram hafa komið og kynni þær síðan fyrir stjórn. Samþykkt.

 

6.    Skipan í málefnahópa ÖBÍ.

Ekki bárust nógu margar tilnefningar í alla hópa og var því samþykkt að fela framkvæmdaráði og formönnum málefnahópa að manna alla hópa og leggja fram tillögur á næsta stjórnarfundi.

 

7.   Samræmt skráningarkerfi í nefndum og málefnahópum ÖBÍ. Tillaga.

Formlegar beiðnir bárust um að aðalfundarfulltrúar fái upplýsingar um mætingu fulltrúa stjórnar, framkvæmdaráðs, málefnahópa, laganefndar og kjörnefndar. Þar sem samræmt skráningarkerfi hefur einungis verið til fyrir stjórn og framkvæmdaráð var ekki hægt að verða við því. Samþykkt var að setja á samræmt skráningarkerfi allra nefnda og málefnahópa ÖBÍ.

 

8.    Skipan fulltrúa ÖBÍ í nefndir og ráð. Lagt fram til kynningar. (Fskj. 4)

Skipa þarf nýja fulltrúa í nefndir og ráð sem fyrrverandi formaður og tveir starfsmenn sem báðir eru í leyfi áttu sæti í. Samþykkt var að senda málið til afgreiðslu framkvæmdaráðs. Að afgreiðslu lokinni verður málið sent stjórn til samþykktar.

 

Að auki var samþykkt að tilnefna Halldór Sævar Guðbergsson, varaformann ÖBÍ, sem aðalmann og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, sem varamann í Starfshóp um eftirfylgni með framkvæmd stefnu og framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.

 

9.    Starfsmannamál.

Tveir starfsmenn, Sigurjón Unnar Sveinsson og Alma Ýr , eru í leyfi og hafa þrír starfsmenn verið ráðnir til að sinna verkefnum þeirra. Þórdís Viborg var ráðin í 50% starf sem starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál. Katrín Oddsdóttir, lögmaður, var ráðin í tímavinnu sem starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf fram að áramótum. Aðalsteinn Sigurðsson, lögmaður, var ráðinn í fullt starf til eins árs. Hann mun sinna ráðgjöf ásamt öðrum verkefnum.

 

Guðjón Helgason, samskiptastjóri, hefur sagt upp störfum. Fljótlega verður ráðið í stöðuna.

 

10.  Starfssamningur formanns.

Skriflegur samningur sem gerður var við fyrrverandi formann var uppfærður fyrir nýjan formann. Daníel Isebarn, lögmanni, verður falið að lesa hann yfir og mun stjórn verða upplýst um endanlegt orðalag.

 

11.  Næstu fundir stjórnar.

Samþykkt var að halda stjórnarfund fimmtudaginn 7. desember. Samþykkt var að halda stjórnarfundi að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði.

 

12.  Önnur mál.

a)  Stefnuþing og aðalfundur ÖBÍ 2018.

Samþykkt var að halda stefnuþing ÖBÍ 20.-21. apríl 2018 á Grand hóteli.

 

Samþykkt var að halda aðalfund ÖBÍ 5.-6. október 2018. Staðsetning verður ákveðin síðar af skrifstofu ÖBÍ.

 

b) Reglur um málefnahópa bandalagsins.

Reglurnar verða sendar til stjórnar í tölvupósti og málið sett á dagskrá næsta stjórnarfundar.

 

c) Hundahald í Brynju hússjóði.

Í svari formanns Brynju hússjóðs við fyrirspurn um hundahald hjá Brynju kom eftirfarandi fram að ákveðnar reglur gildi um dýrahald í fjölbýlishúsum. Þar sem margir leigjendur í Hátúni 10 eru með öndunarfæra- og ónæmiskerfissjúkdóma sé ekki hægt að leyfa hundahald í húsinu. Reynt hefur verið að finna annað húsnæði fyrir þá sem eru með dýr, en slíkt húsnæði er almennt ekki á lausu. Fólk þarf því oft að gera aðrar ráðstafanir þangað til það fær húsnæði við hæfi.

 

d) Dagskrá aðalfundar ÖBÍ.

Nýr liður á dagskrá aðalfundar ÖBÍ, þóknun stjórnarmanna, gleymdist á nýafstöðnum aðalfundi. Sama þóknun verður því greidd og hingað til.

 

e) Málefnahópur um börn.

Á aðalfundi ÖBÍ var samþykkt að setja á laggirnar málefnahóp um börn. Samþykkt var að vísa málinu til framkvæmdaráðs og síðan kemur það aftur til stjórnar til afgreiðslu.

 

Formaður sleit fundi klukkan 18:51.

Fundarritari, Þórný Björk Jakobsdóttir.