- Ráðgjöf og þjónusta
- Útgáfa
- Um ÖBÍ
Fundargerð 1. fundar stjórnar ÖBÍ miðvikudaginn 10. október 2018, kl. 16:00 - 17:30 haldinn í Ólafsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík.
1. Setning fundar.
Formaður setti fund kl. 16:00.
2. Ályktun stjórnar um starfsgetumat.
Farið var yfir upprunalega ályktun málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál. Samþykkt var að senda hana málefnahópnum til yfirferðar að nýju.
Umræða var um að tillögum sem fyrirliggja um starfsgetumat verði hafnað og að ÖBÍ fari fram á að vera hluti af þeim hóp sem vinnur að gerð starfsgetumats. Vinnumarkaður þarf að aðlaga sig öryrkjum en ekki öfugt.
Eftirfarandi ályktun stjórnar um starfsgetumat var samþykkt:
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) skorar á stjórnvöld að:
Efla núverandi kerfi örorkumats í stað tilraunakennds starfsgetumats.
3. Önnur mál.
a) Flokkur fólksins.
Flokkur fólksins mun mæla fyrir afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar á Alþingi, 11. október, kl. 11. Stjórn var hvött til að fylkja liði á þingpalla.
Fundi var slitið kl. 17:19.
Fundarritari,
Þórný Björk Jakobsdóttir.
Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu