Fundargerð 2. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 7. desember 2017

Fundargerð 2. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 7. desember 2017

kl. 16:00 - 18:30 haldinn í Ólafsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík.

 

1.    Fundur settur.

Formaður setti fundinn kl. 16:08 og sagði frá fundi sem haldinn var með Ásmundi Einari Daðasyni, velferðar- og jafnréttisráðherra, 6. desember. Dagskráin var samþykkt.

 

2.    Ritun fundargerðar.

Samþykkt var að Þórný Björk Jakobsdóttir, starfsmaður ÖBÍ, verði fundarritari á fundum stjórnar.

 

3.    Fundargerð frá 9. nóvember 2017.

Fundargerðin var samþykkt.

 

4.    Skipan í málefnahópa ÖBÍ.

Framkvæmdaráði, í samvinnu við formenn málefnahópanna, var falið að finna fólk til að fylla hópana. Tillögur framkvæmdaráðs voru samþykktar.

 

a)  Málefnahópur um aðgengismál.

Birna Einarsdóttir – Gigtarfélagi Íslands, Grétar Pétur Geirsson – Sjálfsbjörg, Ingólfur Már Magnússon – Heyrnarhjálp, Jón Heiðar Jónsson – Sjálfsbjörg, Lilja Sveinsdóttir – Blindrafélaginu og Sara Birgisdóttir – Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Varamaður Sigurjón Einarsson – Fjólu.

 

b) Málefnahópur um atvinnu- og menntamál.

Elín Hoe Hinriksdóttir – ADHD samtökunum, Hrönn Stefánsdóttir – Gigtarfélagi Íslands, María Hauksdóttir – Blindrafélaginu, Sigríður Fossberg Thorlacius – Málbjörg, Sigurður Jón Ólafsson – Stómasamtökum Íslands og Sylviane Pétursson-Lecoultre – Geðhjálp. Varamenn Brandur Bjarnason Karlsson (tilnefndur af stjórn ÖBÍ) og Brynhildur Arthúrsdóttir – LAUF.

 

c)  Málefnahópur um heilbrigðismál.

Fríða Rún Þórðardóttir – Astma- og ofnæmisfélagi Íslands, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir – Sjálfsbjörg, Karl Þorsteinsson – Ás styrktarfélagi, Sigríður Jóhannsdóttir – Samtökum sykursjúkra, Stefanía G. Kristinsdóttir – SÍBS og Vilhjálmur Hjálmarsson – ADHD samtökunum. Varamenn Fríða Björk Arnardóttir – Hjartaheill og Hannes Þórisson – Félagi nýrnasjúkra.

 

d) Málefnahópur um kjaramál.

Dóra Ingvadóttir – Gigtarfélagi Íslands, Einar Björnsson – Geðhjálp, Frímann Sigurnýasson – SÍBS, Helga Elínborg Auðunsdóttir – SÍBS, Sævar Pálsson – Hjartaheill og Þröstur Emilsson – ADHD samtökunum. Varamaður Valgerður Hermannsdóttir – Hjartaheill.

 

 

e)  Málefnahópur um sjálfstætt líf.

Arna Sigríður Albertsdóttir – SEM samtökunum, Bergþór G. Böðvarsson – Geðhjálp, Elma Finnbogadóttir – Blindrafélaginu, Freyja Haraldsdóttir – TABÚ (tilnefnd af stjórn), Guðmundur Magnússon – SEM samtökunum og Snædís Rán Hjartardóttir – Fjólu. Varamaður Andri Valgeirsson – Ungmennahreyfingu ÖBÍ (tilnefndur af stjórn).

 

5.   Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna. Skipan formanns hópsins.

Hópurinn mun starfa í 4 ár í heild, en verður skipaður til tveggja ára í senn. Tölvupóstur verður sendur aðildarfélögum ÖBÍ með ósk um tilnefningar í hópinn. Elín Hoe Hinriksdóttir gaf kost á sér sem formaður málefnahópsins. Samþykkt.

 

6.    Skipan fulltrúa ÖBÍ í nefndir og ráð. Breytingar.

Framkvæmdaráði var falið að finna fulltrúa í nokkrar nefndir og ráð. Stjórn samþykkti tillögu framkvæmdaráðs.

 

Fundur NVC í Beredningsgruppen, sem er úthlutunarnefnd árlegra styrkja til samstarfsverkefna norðurlandanna í málefnum fatlaðs fólks, verður haldinn 12. desember 2017. Framkvæmdastjórar öryrkjabandalaga Norðurlanda voru boðaðir á fundinn. Fara á yfir hugsanlegar breytingar á reglum og úthluta styrkjum samkvæmt styrkumsóknum fyrir árið 2018.

 

7.    Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 kynnt.

Drög að starfsáætlun 2018 voru lögð fram og beðið um athugasemdir. Lagt var til að þema ÖBÍ 2018 verði Mannréttindi – velferð – mannúð. Áhersla ársins verður samtal við stjórnvöld og stjórnsýslu, sérstaklega fyrri part árs vegna sveitarstjórnarkosninga árið 2018.

 

Fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs var kynnt og beðið um athugasemdir. Gjaldkeri lagði til að hann og framkvæmdastjóri leggi fram þriggja ára rekstraráætlun.

 

8.    Tillögur Svavars. Lagðar fram til kynningar.

Samþykkt var að senda tillögur Svavars um reglur og stöður í föstum málefnahópum bandalagsins til framkvæmdaráðs til frekari meðhöndlunar og að því loknu koma þær aftur til stjórnar.

 

9.    Skýrsla formanns.

Skýrslan var send til stjórnar fyrir fundinn. Sagt var frá því að nýr samskiptastjóri hafi verið ráðinn, Ingimar Karl Helgason.

 

10.  Fundaráætlun 2018.

Næstu tveir stjórnarfundir verða haldnir 18. janúar og 15. febrúar 2018. Drög að fundaráætlun ársins 2018 verða send stjórn.

 

11.  Önnur mál.

a)  Fyrirspurn um dómsmál.

Framkvæmdastjóra var falið að tala við Daníel Isebarn, lögmann ÖBÍ vegna dómsmáls um vangoldin gjöld vegna svefnöndunarvéla og athuga hvað hann telur að gera eigi í málinu. Stjórn verður tilkynnt um niðurstöðu þess samtals.

 

Formaður sleit fundi klukkan 19:13.

Fundarritari, Þórný Björk Jakobsdóttir.