Fundargerð 8. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 17. maí 2018

Fundargerð 8. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 17. maí 2018

kl. 16:00 - 18:30 haldinn í Ólafsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík.

1.   Setning fundar.

Formaður setti fund kl. 16:05.

2.   Fundargerð frá 5. apríl 2018.

Fundargerðin var samþykkt.

 

3.   Hvatningarverðlaun ÖBÍ.

Á fyrsta fundi undirbúningsnefndar Hvatningarverðlauna ÖBÍ var samþykkt að Fríða Rún Þórðardóttir yrði formaður nefndarinnar. Verðlaun hafa verið veitt fyrir 3 flokka, einstaklinga, fyrirtæki/stofnanir og umfjöllun/kynningar. Nefndin leggur til að bæta einum verðlaunaflokki við, það er „verkefni innan aðildarfélaga ÖBÍ“. Samþykkt var að taka málið fyrir á næsta stjórnarfundi 7. júní, það er hvort bæta eigi verðlaunaflokknum við og hvernig staðið verði að ákvörðun um tilnefningu verðlaunahafa.

 

4.   Skýrsla formanns.

Skýrslan var send til fulltrúa fyrir fundinn. Vonir standa til að „krónu á móti krónu“ skerðingin verði afnumin á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar.

ÖBÍ var þakkað fyrir að hafa staðið með leigjendum Brynju hússjóðs og farið í málaferli fyrir þeirra hönd, sem lauk með því að Reykjavíkurborg greiðir leigjendum Brynju, sem uppfylla ákveðin skilyrði, sérstakar húsaleigubætur allt að fjögur ár aftur í tímann. Það sama á við um leigjendur annarra leigufélaga sem félagasamtök reka.

 

5.   Tillaga Svavars að skráningu siðareglna ÖBÍ.

Eftirfarandi tillaga Svavars sem lögð var fyrir stjórn 5. apríl 2018 var samþykkt:

„Stjórn ÖBÍ ákvarðar að fram skuli fara skráning siðareglna fyrir bandalagið í umsjón framkvæmdaráðs. Framkvæmdaráð leggur síðan fyrir stjórn tillögu að siðareglum til samþykktar eða synjunar.“

 

6.   Skipan í nefndir og ráð sem skipa þarf í á árinu. Framhald.

Kallað var eftir tilnefningum í þær nefndir og stjórnir sem skipa þarf í árið 2018. Ef fleiri en ein tilnefning bárust var kosið um viðkomandi. Eftirfarandi var samþykkt:

 

Ferlinefnd Reykjavíkurborgar

Þrír aðalmenn og þrír varamenn til fjögurra ára.

Aðalmenn:    Ingólfur Már Magnússon, Heyrnarhjálp

                          Lilja Sveinsdóttir, Blindrafélaginu

                          Birna Einarsdóttir, Gigtarfélaginu

Varamenn:    Snædís Rán Hjartardóttir, Fjólu

                    Rósa María Hjörvar, Blindrafélaginu

                    Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, Sjálfsbjörg lsh.

 

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks í Mosfellsbæ

Tveir aðalmenn og tveir varamenn til tveggja ára.

Aðalmenn:    Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Sjálfsbjörg lsh.

                    Sigurður G. Tómasson, Blindrafélaginu

Varamenn:    Kristín Sæunnar- og Sigurðardóttir, Félagi nýrnasjúkra

                    Ragnar Gunnar Þórhallsson, Sjálfsbjörg lsh.

 

Ráðgjafaráð fjölskylduráðs Hafnarfjarðar um málefni fatlaðs fólks.

Tveir aðalmenn og tveir varamenn til tveggja ára.

Framkvæmdaráði var falið að koma með tillögu eftir sveitarstjórnarkosningarnar og leggja hana fyrir stjórnarfund 7. júní.

 

Þjónustuhópur um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

Einn aðalmaður og einn varamaður til fjögurra ára.

Aðalmaður:   Haraldur Sigþórsson, Sjálfsbjörg lsh.

Málefnahóp ÖBÍ um aðgengismál var falið að finna varamann.

 

Málræktarsjóður

Einn aðalmaður á aðalfund Málræktarsjóðs og einn varamaður.

Aðalmaður:   Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ

Varamaður:  Dóra Ingvadóttir, Gigtarfélagi Íslands

 

Sjóður Odds Ólafssonar

Einn aðalmaður og einn varamaður til tveggja ára.

Aðalmaður:   Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, Sjálfsbjörg lsh.

Varamaður:  Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ

 

Örtækni

Þrír aðalmenn í stjórn og einn varamaður til tveggja ára.

Aðalmenn:    Magnús Pálsson, forstöðufélagsráðgjafi Reykjalundi

                    Halldóra Alexandersdóttir, Lauf

                    Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, SEM samtökunum

Varamaður:  Þórdís Viborg, starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál.

 

TMF Tölvumiðstöð

Einn aðalmaður og einn varamaður í stjórn til eins árs.

Aðalmaður:   Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, SEM samtökunum

Varamaður:  Sævar Guðjónsson, Sjálfsbjörg lsh.

 

Öldrunarráð Íslands

Einn aðalmaður og einn varamaður á aðalfund Öldrunarráðs.

Aðalmaður, var skipaður á stjórnarfundi 5. apríl.

Varamaður:  Erna Arngrímsdóttir, SPOEX

 

Almannaheill

Þrír aðalmenn og þrír varamenn fyrir aðalfund Almannaheilla.

Aðalmenn voru skipaðir á stjórnarfundi 5. apríl.

Varamenn:    Sigríður Fossberg Thorlacius, Málbjörg

                    Frímann Sigurnýasson, SÍBS

                    Rósa María Hjörvar, Blindrafélaginu

 

7.   Ársreikningur ÖBÍ 2017 kynntur. Guðmundur Snorrason endurskoðandi PWC kemur á fundinn.

Valgerður Vésteinsdóttir kom á fundinn undir þessum lið í fjarveru Guðmundar Snorrasonar og fór yfir drög að ársreikningi ÖBÍ 2017.

Félagskjörnir endurskoðendur fá ársreikninginn sendan og geta komið með athugasemdir eða spurningar áður en þeir skrifa undir. Tillit verður tekið til athugasemda stjórnarmanna og verður nýtt eintak sent stjórn fyrir  næsta fund 7. júní.

 

8.   Skipan fulltrúa í starfshóp um endurskoðun fyrirkomulags varðandi hjálpartæki. Bréf dags. 27. apríl 2018. Tillaga framkvæmdaráðs.

Starfshópurinn er tilkominn vegna beiðni frá málefnahóp ÖBÍ um heilbrigðismál. Málefnahópurinn fékk því það verkefni að skipa fulltrúa í starfshópinn með fyrirvara um samþykki stjórnar. Tillaga var um eftirfarandi aðila:

Aðalfulltrúi:      Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Sjálfsbjörg lsh.

Varafulltrúi:     Stefán Vilbergsson, starfsmaður málefnahóps um heilbrigðismál.

Samþykkt.

 

Stjórnarmenn komu því á framfæri við formann málefnahóps um heilbrigðismál að við vinnu í starfshópnum verði leitað til aðildarfélaga ÖBÍ um sératriði sem snerta mismunandi hópa fatlaðs fólks.

Áhersla verður lögð á að hjálpartæki verði endurskilgreind í kerfinu, að horft verði til atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og sjálfstætt líf. Einnig þarf að aðlaga kerfið að SRFF. Hópurinn á að skila niðurstöðum 1. október 2018.

 

9.   Önnur mál.

a) Fundir vegna sveitarstjórnarkosninga.

Rætt var um fundaröð ÖBÍ um landið vegna sveitarstjórnarkosninga. Byggðasamlög eru skyldug til að skipa í notendaráð, en í dag eru þau bara 6 talsins. Lagt var til að framkvæmdaráði verði falið að senda öllum byggðasamlögum beiðni eftir kosningar um að þau skipi í notendaráð og að leitað verði til ÖBÍ við skipun í ráðin. Samþykkt.

 

b) Málefnahópur um málefni barna.

Bréf barst frá málefnahóp ÖBÍ um málefni barna þar sem fram kom að Sara Dögg Svanhildardóttir, Einhverfusamtökunum hafi sagt sig úr málefnahópnum. Ýr Þórðardóttir, varamaður færist upp í hennar stað sem aðalmaður. Sigrún Birgisdóttir, Einhverfusamtökunum hefur gefið kost á sér í sæti varamanns og var það samþykkt.

 

c) Minnisblað um kröfur Landspítala vegna CPAP öndunarvéla.

Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað í tengslum við málið. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður, mun koma síðar á fund stjórnar og fara yfir það. Málið á jafnframt heima í nýja starfshópnum um endurskoðun á fyrirkomulagi vegna hjálpartækja.

 

d) Næsti fundur.

Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 7. júní 2018.

 

Fundi var slitið kl. 18:44.

 

Fundarritari,

Þórný Björk Jakobsdóttir.