Skip to main content
Frétt

Hvað þýðir fjárlagafrumvarpið fyrir mig?

By 9. september 2019No Comments
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs fyrir helgina. Þar ber kannski hæst fyrirhugaðar skattalækkanir.

En hvað þýðir þetta fyrir örorkulífeyrisþega?

Framfærsluviðmið flestra örorkulífeyrisþega er í dag 247.183 krónur. Miðað við forsendur frumvarpsins eiga þessar bætur að hækka um 3,5% þann 1. janúar n.k.

Auk þess lækka skattar.

Skattar næsta árs í lægsta þrepi verða 35,04% og persónuafsláttur lækkar lítillega, verður 55.364.

Þetta þýðir að framfærsluviðmið hækkar í kr. 255.834 og með skattabreytingum verður eftir í vasa örorkulífeyrisþega 221.554 krónur.

Ef viðkomandi er með heimilisuppbót, verður heildartalan eftir hækkun 321.678, sem eftir skatta skilar 264.326 króna greiðslu.

Hækkun um 3,5% og skattalækkun skilar sér því í rúmlega fjögurra prósenta hækkun á greiðslum frá TR, fari svo að þetta taki ekki breytingum í meðförum Alþingis.