Skip to main content
Skoðun

Í brjósti okkar bærist von

By 7. desember 2021október 4th, 2022No Comments
Eft­ir Unni H. Jó­hanns­dótt­ur: „Hinni kláru og femín­ísku Kötu fannst það al­veg fá­rán­legt – það eina sem hún hafði leyft sér var að leyfa ást­inni sinni að flytja inn til sín.“

Einu sinni, fyr­ir ekk­ert svo langa­löngu, tóku þrír ör­yrkj­ar tal sam­an á kaffi­húsi og ræddu guðs blessaða vegi og heims­ins órétt­læti. Þetta voru þau Katrín, Guðmund­ur og Bjarni. Þau sögðu far­ir sín­ar ekki slétt­ar og full­yrtu reynd­ar að þau væru í bar­daga við eitt­hvert óskil­greint skrímsli sem gekk und­ir nafn­inu „kerfið“.

Á meðan Katrín og Guðmund­ur biðu eft­ir am­er­íkanó og kap­pú­sjínó tölti Bjarni að af­greiðslu­borðinu og fékk sér upp­á­hellt, alltaf aðhalds­sam­ur, hann var nefni­lega bú­inn að upp­götva að þannig gæti hann fengið ábót á kaffið – sem sagt meira fyr­ir minna. Þegar hann kom til baka til „koll­ega“ sinna var Katrín að lýsa fyr­ir Guðmundi hvernig „kerfið“ hefði í einu vet­fangi svipt hana heim­il­is­upp­bót­inni!

Hinni kláru, sjálf­stæðu og femín­ísku Kötu fannst það al­veg fá­rán­legt – það eina sem hún hafði leyft sér var að verða ást­fang­in – og leyft ást­inni sinni að flytja inn til sín. „Já en Kata þú veist að heim­il­is­upp­bót­in er aðeins fyr­ir þá sem búa ein­ir,“ sagði Guðmund­ur og bætti við að það væri auðveld­ara fjár­hags­lega fyr­ir tvo að reka heim­ili en einn. Katrín var snögg til og hvæsti á Gumma: „Ertu þá að segja að ég eigi að leggj­ast upp á aðra vegna fram­færslu minn­ar? Og brosti svo snöggt, nán­ast um leið og hún tók lít­inn sopa af am­er­íkanó­inu. Guðmund­ur ákvað að láta kyrrt liggja enda hafði hann slæma reynslu af því að lenda í Katrínu og rök­ræðustíl henn­ar, sem ein­kennd­ist af ákveðni og snögg­um brosvipr­um, enda hafði hún oft for­sæti fyr­ir hópn­um.

Vel­sæld­in lítið auk­ist

Þess í stað ákvað hann að beina at­hygl­inni að sjálf­um sér og lagði frá sér kap­pú­sjínó­boll­ann. Hann hafði nú al­deil­is lent í klóm „kerf­is­ins“. Hann var svo hepp­inn að hafa getað verið í hluta­starfi frá ár­inu 2009 – og hafði því at­vinnu­tekj­ur. En „kerfið“ var í raun og veru ekk­ert hrifið af slíkri fram­taks­semi. „Það skerðir bara mín­ar al­manna­trygg­ing­ar auk þess sem frí­tekju­markið hef­ur ekk­ert hækkað í þessi 12 ár, öf­ugt við kjara­samn­ings­bundn­ar hækk­an­ir, bæði á hinum op­in­bera vinnu­markaði sem og al­menna. Því hef­ur vel­sæld mín lítið auk­ist og þetta kerfi hvet­ur ekki til at­vinnuþátt­töku. Mér finnst það hins veg­ar ómiss­andi að hafa sam­skipti við annað fólk og taka þátt í fé­lags­leg­um at­höfn­um sem fylgja starf­inu. Ég met það meira en tekju­leg­an ávinn­ing en auðvitað er þetta súrt,“ sagði Guðmund­ur fé­lags­mála­frömuður.

Nú gat Bjarni ekki leng­ur á sér setið. Hann varð að leggja eitt­hvað til mál­anna, enda hafði hann ekki síður upp­lifað órétt­læti. „Vissuð þið að ör­orku­líf­eyr­ir hef­ur dreg­ist veru­lega aft­ur úr lægstu laun­um og al­mennri launaþróun? Útreikn­ing­ar sýna um­tals­verða kjaragliðnun líf­eyr­is al­manna­trygg­inga frá ár­inu 2007, sem aldrei hef­ur verið leiðrétt. Sér­hver er nú ósvífn­in,“ sagði pen­ingamaður­inn, sem náði varla and­an­um af hneyksl­un.“ Þunn upp­á­hell­ing­in sat eft­ir í botni boll­ans en hann var snögg­ur til og fékk sér ábót og var fljót­ur að því enda átti hann ým­is­legt eft­ir ósagt.

Stjórn­arsátt­mál­inn veit á gott

„Það er bara búið að koma illa fram við ör­yrkja og við verðum að fá þetta leiðrétt!“ Katrín tók und­ir og Guðmund­ur lá ekki á liði sínu í þeim umræðum og öll fundu þau fleira til. „Það er víst búið að kjósa nýja rík­is­stjórn og hún lá und­ir feldi í marg­ar vik­ur – og kom und­an hon­um með stjórn­arsátt­mála,“ sagði Bjarni. „Ætli þar sé eitt­hvað um okk­ur og hugs­an­leg­ar breyt­ing­ar á „skrímsla­kerf­inu“?“ sagði Guðmund­ur spyrj­andi.

„Já, það er sko,“ sagði Katrín. Þar seg­ir m.a. að ör­orku­líf­eyri­s­kerfið verði ein­faldað, dregið úr tekju­teng­ing­um og það gert skil­virk­ara, gagn­særra og rétt­lát­ara. Þátt­taka og end­ur­koma ein­stak­linga með skerta starfs­getu verður auðvelduð þannig að fólk hafi fjár­hags­leg­an hag af at­vinnuþátt­töku og Samn­ing­ur SÞ um rétt­indi fatlaðs fólks verður lög­gilt­ur.“ Ja hérna, öðru­vísi mér áður brá,“ sagði Bjarni. „En það er best að hafa sam­ráð við okk­ur ör­yrkj­ana um hvar skór­inn krepp­ir helst,“ klykkti Kata út með. „Já,“ sagði Guðmund­ur, „við vit­um best. Kannski mun hag­ur okk­ar vænkast á kom­andi kjör­tíma­bili. Von­andi verður rík­is­stjórn­in nógu hug­rökk til að koma á nauðsyn­leg­um breyt­ing­um í mál­efn­um ör­yrkja. Við ber­um þá von í brjósti…“ sögðu þau nán­ast sam­hljóma og ætluðu virki­lega að fylgj­ast með og veita rík­is­stjórn­inni aðhald í sín­um góðu verk­um.

Höfundur er í málefnahóp ÖBÍ um kjaramál.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. desember 2021