Skip to main content
Frétt

List án landamæra

By 25. september 2019No Comments
List án landamæra verður haldin í Gerðubergi 5. til 20. október. Opnunarhátíðin fer fram í Gerðubergi laugardaginn 5. október kl. 15:00. Dagskráin samanstendur bæði af viðburðum í Gerðubergi og utan-dagskrá viðburðum sem teygja sig út fyrir höfuðborgarsvæðið.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. Æ fleiri verða meðvitaðir um gildi hátíðarinnar í samfélaginu. Með því að skapa vettvang skapast tækifæri og leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir. Með því að leiða saman ólíka hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

Frekari upplýsingar um List án landamæra má finna hér.