Skip to main content
Frétt

Málþing ÖBÍ: Falinn fjársjóður?

By 27. febrúar 2018No Comments

Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um atvinnu- og menntamál og málefnahópur um málefni barna standa fyrir málþinginu Falinn fjársjóður? -sérskólar, kostir og gallar, fimmtudaginn 1. mars.

Markmiðið með málþinginu er að  varpa ljósi á þá þjónustu sem nemendur með sérþarfir eru í reynd að fá í skólakerfinu og skapa umræðugrundvöll um skólamál í heild sinni.

Skóli án aðgreiningar er opinber skólastefna hérlendis. Staðreyndin er samt sem áður sú að samhliða eru einnig reknir sérskólar. Öryrkjabandalag Íslands hefur Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. Þar er skýrt kveðið á um menntakerfi á öllum skólastigum án aðgreiningar.

Mikilvægt er að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri í skólakerfinu til að nýta styrk sinn og hæfileika til að blómstra.

Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Nordica og stendur frá kl. 12:00 til kl. 16:00.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Streymt verður frá málþinginu á vef Öryrkjabandalags Íslands.

Dagskrá.

Skráning.