Skip to main content
Frétt

Nýtt vefrit ÖBÍ fjallar um evrópska aðgengislöggjöf

By 1. ágúst 2017No Comments

Annað tölublað 5. árgangs af vefriti ÖBÍ er komið út. Þar er fjallað um drög að nýrri evrópskri aðgengislöggjöf sem Evrópuþingið tekur til umræðu og atkvæðagreiðslu um miðjan september. Evrópusamtök fatlaðs fólks, þar á meðal EDF (European Disability Forum) hafa gagnrýnt að tillögurnar sem nú séu til umræðu hafi verið útvatnaðar og skilgreiningum hafi verið breytt. ÖBÍ hafði í þessum mánuði samband við Sameiginlegu EES nefndina (EEA Joint Committee) og fékk þær upplýsingar hjá fulltrúa EFTA (Fríverslunarsamtökum Evrópu, sem Ísland tilheyrir) að málið væri til meðferðar hjá vinnuhópi EFTA sem legði mat á aðgengislöggjöfina í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (ESB).

Í vefritinu er einnig rætt um þrjár nýjar erlendar heimildarmyndir sem fjalla um málefni sem tengjast aðildarfélögum ÖBÍ. Þær fjalla um réttindabaráttu fatlaðs fólks, blindu og einhverfu.

Nýjasta vefrit ÖBÍ má lesa hér.