Upptaka: Málþing Kvennahreyfingar ÖBÍ

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, setur málþingið. Henni við hlið eru Sigurjón Unnar Svein…
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, setur málþingið. Henni við hlið eru Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ, og Dr. Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði við NUI Galway á Írlandi.

Staða fatlaðra kvenna í heiminum er ekki sú sama og fatlaðra karla, ekki frekar en staða kynjanna tveggja almennt. Um þetta var fjallað á málþingi Kvennahreyfingar ÖBÍ.

Hér að neðan má sjá upptöku frá málþinginu sem haldið var 3. apríl, 2019. Dagskrá málþingsins má sjá hér á síðunni, neðan við myndbandið. Málþingið var bæði táknmáls- og rittúlkað og er hvoru tveggja túlkun áberandi á upptökunni.

 

 

 

Dagskrá málþings Kvennahreyfingar ÖBÍ miðvikudaginn 3. apríl á Grand Hóteli:

Kl. 13:00 Fundarstjóri opnar málþingið, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrrum stýrihópskona Kvennahreyfingar ÖBÍ og núverandi alþingismaður.
Kl. 13:10 Ávarp Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ
Kl.13:20 Hvers vegna eru konur nefndar sérstaklega í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks?
Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði við NUI Galway (National University of Ireland)
Kl. 14:20 Eru hefðbundnar skilgreiningar á ofbeldi útilokandi fyrir fatlaðar konur? Freyja Haraldsdóttir, aðjúnkt og doktorsnemi
Kl. 14:50 Kaffihlé
Kl. 15:10 Aðgengi fatlaðra kvenna að leitarstöð Krabbameinsfélagsins og kvennadeild Landspítalans. Guðrún Ósk Maríasdóttir og Margrét Lilja Arnheiðardóttir frá aðgengisátaki ÖBÍ
Kl. 15:30 „Þú ert erfið kona“: Um árekstra í samskiptum kvensjúklinga og lækna. Guðrún Steinþórsdóttir, doktorsnemi
Kl. 16:00 Saga konu sem hefur reynt fyrir sér sem öryrki á vinnumarkaði. Herianty Novita Seiler
Kl. 16:10 Pallborð, fyrirspurnir úr sal
Kl. 16:50 Samantekt
Kl. 17:00 Dagskrárlok