Skip to main content
AlmannatryggingarFréttTR

Stýrihópur um endurskoðun almannatrygginga skipaður

By 24. júní 2022september 26th, 2022No Comments
Í all nokkurn tíma hefur staðið til að ráðast í heildar endurskoðun á kerfi almannatrygginga. ÖBÍ hefur þrýst á að þessi vinna hefjist, og lýsti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra því yfir í byrjun árs, að það væri hans von að sú vinna hæfist á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi þessa árs. Nú hefur stýrihópur vinnunnar verið skipaður.

Hlutverk hópsins er að hafa yfirsýn yfir vinnu félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu í samræmi við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Stýrihópnum er jafnframt ætlað að hafa yfirlit yfir aðgerðir og framgang tímasettrar verkefnaáætlunar ráðuneytanna og skila greinargerð um störf hópsins í lok skipunartíma sem er 1. júní 2024.

Steingrímur J. Sigfússon hefur verið skipaður formaður stýrihópsins. Aðrir meðlimir eru:

  • Henný Hinz, tilnefnd af forsætisráðuneyti,
  • Óli Björn Kárason, tilnefndur af fjármála og efnahagsráðuneyti,
  • Eygló Harðardóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti.

Fyrir stýrihópinn starfar sérfræðingateymi, með fulltrúum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis, sem vinnur að undirbúningi, útfærslum og innleiðingu breytinga á greiðslu- og þjónustukerfi almannatrygginga fyrir einstaklinga með mismikla starfsgetu eða heilsubrest sem hefur áhrif á starfsgetu viðkomandi með áherslu á starfsendurhæfingu og aukna möguleika til þátttöku á vinnumarkaði.

Klara Briem, verkefnisstjóri í félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, mun leiða vinnu sérfræðingateymisins og vera tengiliður við stýrihóp ráðuneytanna. Áhersla verður á víðtækt samráð við helstu hagsmunaaðila, stofnanir, önnur ráðuneyti og aðra hlutaðeigandi eftir því sem við á.

Sérfræðingateymið er þannig skipað:

Aðalmenn:

Klara Briem, án tilnefningar, verkefnastjóri, frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti,

Ágúst Þór Sigurðsson, án tilnefningar, frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti,

Hilda Hrund Cortez, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti,

Sara Lovísa Halldórsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti.

Varamenn:

Jóhanna Lind Elíasdóttir, án tilnefningar, frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti,

Guðmann Ólafsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti,

Steingrímur Ari Arason, tilnefndur af fjármála – og efnahagsráðuneyti.