Skip to main content
Frétt

Svör Vinstri grænna í Kópavogi

By 23. maí 2018No Comments

Vinstri græn í Kópavogi svara spurningum sem komið hafa fram á opnum fundum ÖBÍ: Réttur fatlaðs fólks í sveitarfélögum.

1. Mun famboð þitt beita sér fyrir því að fjölga fagfólki í grunnskólum og koma til móts við þarfir barna og unglinga með fatlanir og raskanir.
Vinstri grænir vilja leggja mikla áherslu á að öll börn fái þann stuðning og þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum íslenskum lögum. Mikilvægt er að styrkja námsver í skólum, tryggja aðgengi fatlaðra barna og barna með raskanir að öllu starfi skólanna og menntun við hæfi. Til þess þarf stundum viðhorfsbreytingu, en einnig fjölgun á starfsfólki með þekkingu og menntun í málaflokknum. Samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á að stunda nám við sitt hæfi í grunnskóla, bæði bóklegt nám og verk- og listnám. Þetta þarf að tryggja.
2. Langir biðlistar eru eftir aðgengilegu húsnæði og Félagsbústaðir (í Reykjavík) hafa ekki getað útvegað fötluðu fólki aðgengilegt húsnæði að meinu marki. Mun framboð þitt gera bragarbót á þessu og ef já, með hvaða hætti?
Mikilvægt er að allir eigi kost á búsetu í heimabyggð. Vinstrí græn eru með í stefnusskrá sinni að koma á samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að allir búi við öruggar og heilsusamlegar aðstæður. Þetta á að vera samvinnuverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og í samstarfi við þá sem nota þjónustuna, eins og Öryrkjabandalagið. Það getur enginn skorast undan ábyrgð. Gera þarf átak í að fjölga íbúðum í Kópavogi og öllum öðrum sveitarfélögum. Vinstrí græn munu hafa forgöngu um að koma á þessu samstarfi og vinnu.
3. Hefur framboð þitt hugsað sér að hækka tekjuviðmið vegna sérstakra húsnæðisbóta þannig að fólk geti unnið sér inn aukatekjur án þess að missa húsnæðisbæturnar eða þær skertar til muna?

Mikilvægt er að taka öll þessi mál til skoðunar og viljum afnema krónu á móti krónu kerfið. Kerfið á að vera hvetjandi en ekki letjandi.
4. Við mótun stefnu ykkar, hefur framboð þitt tekið mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?

Já, það höfum við gert, til að mynda að allir sitji við sama borð hvað varðar menntun, atvinnuþáttöku og annan rétt til að lífa sjálfstæðu lífi.
5. Mun framboð þitt beita sér fyrir því að bæta ferðaþjónustu fatlaðs fólks?

Við höfum fengið þau skilaboð að þjónustan sé góð í Kópavogi, en viljum umfram allt eiga samvinnu við notendur þjónustunnar til að hún nýtist sem best fyrir notendur.
6. Mun framboð þitt fjölga NPA samningum og liðveisluúrræðum?

Já, enda kemur það fram í stefnuská Vinstri grænna í Kópavogi. Við teljum NPA afar mikilvægt.
7. Hyggst framboð þitt gera félagsbústaðakerfið skilvirkara?

Já, við viljum stytta biðtímann með því að fjölga húsnæði. Það er algjörlega óásættanlegt að fjölskyldur, jafnvel með börn þurfi að bíða allt að þrjú ár eftir húsnæði. Við gerum okkur grein fyrir hversu alvarlegar afleiðingar það hefur á líf barna og fjölskyldna þeirra.
8. Hvað hyggst þitt framboð gera hvað varðar félagslegt húsnæði fyrir fatlað fólk og til að gera úthlutun þess skilvirkari?

Við viljum að húsnæðisstefnu Kópavogs sé fylgt betur eftir. Við viljum endurskoða úthlutunarskilmála fyrir féalgslegu húsnæði meðal annars skilyrðingu fyrir félagslegu húsnæði. Fjölga þarffélagslegu húsnæði með aðgengi fyrir fatlaða.
9. Ætlar þitt framboð að skilyrða fjárhagsaðstoð með einhverjum hætti?

Fjárhagsaðstoð er skilyrt í Kópavogi. Mikilvægt era ð samvinna sé milli virkniteymis og Virk. Við styðum að það sé áfram og viljum gera betur að aðstoða fólk til virkni og að komast á vinnumarkað
10. Ætlar þitt framboð að bjóða upp á frekari sálfræðiþjónustu í grunnskólum?

Vinstri græn telja mjög mikilvægt að fjölga starfsfólki í skólum sem er með fjölbreyttan menntunarbakgrunn, svo sem sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Þessir aðilar eiga að vinna með börnunum og kennurunum alla daga, þar sem þörf er á.
11. Hver er þín skoðun á skóla án aðgreiningar?

Vinstri græn styðja skóla án aðgreiningar og telja mjög mikilvægt að framkvæmd sé tryggð. Því þarf að fjölga starfsfólki með menntun við hæfi og tryggja aðgengi allra.
12. Vill framboð þitt fjölga NPA samningum umfram því sem ríkið fjármagnar?

Já eða nei! Já, það viljum við, eins og fram kemur í stefnu okkar.

13. Telur þú mikilvægt að vinna gegn neikvæðri orðræðu í samfélaginu gegn öryrkjum og fólki með fötlun? Ef já. Hvernig ætlarðu að gera slíkt. Ef nei. Hvers vegna ekki?

Já að sjálfsögðu. Það þarf vitundarvakningu um að allir eiga rétt á að lifa með reisn og að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Auka þarf fræðslu til að uppræta fordóma. Vinstri grænir vilja fjölga hlutastörfum til að auka atvinnuþátttöki fólks með fötlun.